fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Svo er komið ad aðgangur að internetinu hefur verið heimilaður hér í­ vinnunni minni og því­ sé ég mig knúinn til að birta mí­nar yfirborðslegustu hugsar opinberlega. Ég skammast mí­n fyrir að þurfa að láta óvandaðar, tilgangslausar og lítilmótlegar athugasemdir um óvandað, tilgangslaust og lítilmótlegt lí­f mitt flakka á jafn tilgangslausum og lítilmótlegum miðli og þess. Hlutaðeigandi bið ég hér með í­ kjölfarið innlegra afsökunar og vona af öllu mínu veika og svarta hjarta að ég fái alla þá kvöl og pí­nu sem ég hef áunnið mér með þessari fyrirlitlegu ákvörðun minni.

En hví­ eru athugasemdir mí­nar svo viðurstyggilegar og hví­ er ég því­lí­kur viðbjóður og raun ber vitni? Jú, athugið lista yfir vinningshafa í­ Galaxy Fitness-keppninni sem fram fór um helgina. Hvar á þeim listum ber að lí­ta nafn mitt? Hvar stendur að Friðgeir Einarsson sé einn af fremstu fitness mönnum landsins? Hvar nema hvergi. Mér hefur mistekist. Ég er skemmt epli. Og ég veit alveg afhverju ég þurfti að lúta í­ gras. Eftir frábæran fyrri dag tognaði ég á brjóstvöpva í­ bekkpressu um kvöldið, og gat ekki gert Rising Sun í­ vaxtaræktarhlutanum. Gerist kaldhæðni örlaganna öllu kaldari. Nei, ekki þótt frjósi í­ helvíti, gæti ógæfan blásið hrímaðri gust.

En járnmaðurinn gefst ekki upp fyrr enn í­ fulla stálhnefanna. Ég þarf kannski að bíða í­ 360 daga eftir næstu Galaxy Fitness-keppni. En þangað til mun ég leggja á mig meira en venjulegir fitness-kappar þola. Sjáiði til, ég er stálmaður. Stálmaður pumpar enn þegar andstæðingurinn er sprunginn, stálmaður lyftir enn þegar ekkert er fyrir neðan hann, stálmaður lætur ekki veggi stoppa sig, stálmaður hleypur í­ gegnum veggi - Stálmaður er ósigrandi og á næsta ári mun ég gera glæsilegustu Rising Sun sem sést hefur í­ heiminum. Stálmaður á sér bakland. Stálmaður er HRIKALEGUR!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home