miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Skemmtilegur atburður henti mig í­ dag.
Ég var á gangi eftir Hafnarstræti og beygði inn Pósthæsstræti í­ átt að Austurstræti, þegar ég rak augun í mann sem vantaði báðar hendurnar við úlnlið og var að því­ er virtist að nudda stubbunum við kantstein. Við nánari athugun sá ég að hann var að reyna að ná upp lyklum sem lágu í götunni.
- Get ég nokkuð hjálpað? spurði ég og teygði mig eftir lyklunum. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að rétta honum þá en hann benti mér með höfuðhreyfingum á að setja þá í­ jakkavasann sinn, sem ég og gerði.
- Guðlaun, ungi maður, sagði hann og strauk svitann af enninu með hægri strjúpanum.
Ég gat ekki með nokkru móti látið hjá líða að spyrja spurningar sem brann á tungunni.
- Hvað kom eiginlega fyrir þig?
Handalausi maðurinn andvarpaði og leit í­ áttina að hafinu með þroskuðu og tregafullu augnarráði.
-Ég sótti áfangann Íslenskt mál að fornu í­ Háskólanum og nagaði af mér hendurnar af leiðindum.
Ég varð uppnuminn af stolti. Ég mundi skyndilega eftir afhverju ég fór í­ Háskólann. Mig hefur nefninlega frá blautu barnsbeini dreymt um að vera einn af hetjunum sem eru tilbúnar til að fórna lífi og limum til að læra Íslenskt fornmál. Í dag er ég ein af þessum hetjum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home