Undirritaður hyggst leggja land undir fót, veg undir vagn, loft undir vél, endurtekið, gang undir fót, og loks, ef guð gefur, að nýju land undir fót, og stendur þá lóðrétt andspænis minningunni um sjálfan sig við landganginn, þar sem hann verður þá staddur í Peking, höfuðborg Kína. Morgundagurinn fer þá allur í ferðalög og ríflega það því guð má vita hvað klukkan slær á Íslandi þegar undirritaður lendir í Nýja heiminum um ellefuleytið að staðartíma. Eftir það verður ferðalaginu fylgt eftir eins ítarlega og efni gefa tilefni til. Er það von undirritaðs að skrif hans verði lesin.
Góðar stundir,
Friðgeir Einarsson.
Góðar stundir,
Friðgeir Einarsson.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home