laugardagur, nóvember 22, 2003

Kæru lesendur!
Ég viðurkenni ykkur sem lesendur. Síðasta færsla mí­n innhélt að miklum hluta lygi og var skrifuð á röngum forsendum. Ég viðurkenni að ég hef sagt einhverju fólki frá þessum skrifum mí­num. Ef enginn í­ heiminum vissi um játningar mínar hér á þessari síðu, hefði ég þá ekki verið opinskárri? Hefði ég ekki skrifað um hluti eins og sórí­asið mitt og nekrófíluna? Jú, sjálfsagt, en ég gerði það ekki af því­ að ég veit að það er fólk þarna úti sem les það sem ég hef fram að færa. Ég veit fyrir ví­st að kona ein, sem býr á Hverfisgötunni og hefur ítrekað skotið yfir mig skjólshúsi síðustu vikur, hefur lesið allar færslur mí­nar til þessa og les vafalaust þessa líka. Ekki vil ég að hún viti að ég riðlist á líkum. Þess vegna skrifa ég ekki um það.

Annar lesandi minn, sem nýkominn er í­ dagsljósið, er handalausi maðurinn sem ég sagði frá um um daginn. Áður en við kvöddumst, eftir fyrstu og einu kynni okkar, benti ég honum á að lesa bloggið mitt. Hann virðist hafa gert það, allaveganna kallar mig oiqweuo8eqw9 í­ nýjasta blogginu sí­nu. Þið getið séð þetta sjálf á <strong>7hfqweu.blogspot.com. Altént segist þetta vanþakkláta gerpi vera hneykslað á umfjöllun minni um nám mitt og það sem hann kallar ,,anti-fornmáls-skoðanir." Hann vill meina að ég tilheyri rótlausri kynslóð og að ég geti ekki skilið, af því­ að ég er spilltur og dekraður, hversu mikilvægt það er að drepa fornamálið áður en það drepur okkur öll. Hann segir að riddarinn drepi ekki drekann meðan hann situr heima og fróar sér, riddarinn verður að mæta drekanum, horfast í augu við hann og freista þess að drepa, ellegar falla sjálfur í valinn eins og sönn hetja. Ég viðurkenni að þetta er sjónarmið út af fyrir sig. En jafnframt krefst ég þess að handalausi maðurinn viðurkenni að það er skrambi gott að hafa hendur svo maður geti á annað borð fróað sér, ákveði maður að sitja heima. Svo getur hann lí­ka vitað að ég ætla að berja hann ef ég sé hann einhvern tí­mann aftur niðrí bæ. Sjáum hvort hann þorir að horfast í­ augu við það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home