miðvikudagur, október 03, 2007

Endurkoma mín til Thyskalands markar endurkomu mína inn í bloglandslagid, thó ad ég dragi í efa ad theim tídindum verd sérstaklega fagnad, ég hef jafnan verid fjarlaegur og ógreinilegur á theirri mynd. Ekki er haetta á ödru en ég verdi thad áfram hér, skyggnid er ekki gott hér í Giessen, loftid blandid raka og koltvísýringsfýlu, 20°C, sannkallad sumarvedur.

Thegar ég kom í gaer virtist vera einhvers konar síesta, alla veganna thurfti ég ad bída fram á kvöld eftir ad fá afhenta lyklana og thad reyndist bara dáldid erfitt ad finna opid veitingahús. Thetta er ekki okkar venjulega adstada, sagdi madurinn sem sá um ad úthluta lyklum og samningum og lyklum, eins og til ad bidjast afsökunar á útliti húsvardarskrifstofunnar, vid veljum ad vera hér um stundarsakir ad thví ad thetta er svo nálaegt brautastödinni. Sídan vorum vid trufladir af tveimur spaenskumaelandi stúlkum úr byggingunni sem ég var um thad bil ad flytja inn í. Thaer óskudu eftir ad fá ad skipta um herbergi og sögdust myndu hafa kosid ad búa annars stadar ef thaer hefdu séd myndir á netinu. Madurinn gat ekkert gert fyrir thaer, samningurinn vaeri bindandi en skutladi theim til baka í Unterhof um leid og hann skiladi mér thangad.

Herbergid er lítid en dugar. Thad er líka ljótt en dugar. Ég bedinn um ad gá hvort allt vaeri á sínum stad. Í herberginu á ad vera rum, skrifbord, lampi, skápur, hillur, thaegindastóll, vaskur, badskápur, hanki til ad hengja handklaedi á. Gluggi. Dótid mitt. Ekkert fleira inni í herberginu. Ég er nidri í bae. Ég gleymdi ad koma med tannbursta. Thad er Thjódhátídardagur en Thjódverjar virdast ekki jafn sólgnir í thjódhátídarstemningu og nafnid gefur til kynna. Thad er allt lokad en engar skrúdgöngur, engir skátar, ekkert kandífloss, enginn kór, engin leiktaeki, engin hljómsveit á stóru svidi, ekkert drasl, engin unglingadrykkja. Ekkert fólk. Eina búdin sem er opin er Afro American Cosmetics. Thar er ekki haegt ad kaupa tannbursta. Í thessum bae er eiginlega bara haegt ad kaupa kúluís. Hugsa ad ég kýli bara á thad.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home