mánudagur, nóvember 24, 2003

Ég hætti að vinna kl. 4 nú síðdegis (meðan enn var sunnudagur), en þurfti að mæta aftur kl. 11 og hér sit ég. Megninu af þessum tí­ma milli 4 og 11 varði ég í­ að horfa á sjónvarp og þar sem ég var einmitt staddur í­ einu af þeim húsum í miðbæ Reykjavíkur þar sem Rúv er eina stöðin sem næst, horfði ég á alla daskráliði þeirrar stöðvar til kl. 9. Get ég því­ vottað fyrir að Ríkissjónvarpið er ekki að standa sig í­ stykkinu. (Hér vil ég sérstaklega taka fram að ekki er um að ræða það alræmda og dæmigerða stí­lbragð undirritaðs að segja nákvæmlega andstæðuna við það sem hann hugsar. Hér er um einlæga skoðun að ræða og er undirritaður ekki að fela sig bakvið íróní­skt háð, a.m.k. ekki enn þá. Gera má ráð fyrir að undirritaður hefji að bulla síðar í­ textanum og verður bullið þá sérstaklega stjörnumerkt fyrir óvana (þ.e. svona *)).

Fyrsti þátturinn sem ég tek fyrir er Stundin okkar. Í þeim þætti þykjast tveir leikarar vera hálfvitar og benda á augljósustu hluti eins og þeir séu það nýjasta af nálinni. Allir vita hvað fiðla er og hvernig hún virkar, og hvernig íslenski fáninn lí­tur út, nema kannski nokkur börn en *börn eru heimsk og enginn skyldi taka mark á þeim hvort er er. Væri ekki nær lagi að fjalla um eitthvað sem er í­ deiglunni og enginn konkret botn hefur fengist í­ enn þá, frekar en að reyna að varpa ljósi á eitthvað sem er ljósara en dagurinn? T.d. myndi það án efa pipra þáttinn ef stjórnendurnir eignuðust barn. *Þá gæti þátturinn verið ágætur grundvöllur fyrir umræðuna um seinfæra foreldra og öðlast þannig samfélagslegan brodd. Áleitnar spurningar eru miklu áhugaverðara sjónvarpsefni en tvö fífl að gaspra um eitthvað sem segir sig sjálft.

Seinna um kvöldið horfði ég á Kastljósið þar sem rætt var við náungann úr Búnaðarbankanum sem er vændur um hlutabréfa misferli. Náunginn reyndi að verjast beittum spurningum þáttastjórnanda en hefði betur haldið sig heima og fróað sér. Hvað sem því líður var þetta ekki það sem ég ætlaði að tala um, enda vakti málefnið engann áhuga hjá mér (eins og ofangreindar málsgreinar bera vott um). Það sem ég vil gagnrýna er að engin, ekki ein, af spurningum þáttarstjórnanna snérist um það sem beinast lá við að spyrja um. Maðurinn var greinilega ekki með munninn fyrir neðan nefið, en það sem var greinilegra var að hann hafði úrgangsop fyrir neðan munninn. Búnaðarbankamaðurinn var nefninlega með rass á hökunn. Ekki halda að mér finnist hann verri maður fyrir vikið, þvert á móti, ég tel býsna vel af sér vikið að ná svona langt í viðskiptalífinu þrátt fyrir þessa fötlun. Auðvitað sjáum við á glæsilegum mönnum eins og *Ben Affleck að menn með andlitsrass sem hafa náð langt en forvitnin er samt sem áður til staðar. Væri úr vegi að spyrja spurninga eins og: ,,Hvernig er að hafa rassinn svona nálægt munninum, verðurðu oft veikur?", ,,Hvernig er að þurfa að skeina á sér hökuna?" eða ,,Ertu giftur?"

Auðvitað hefur þáttarstjórnandinn ætlað að sýna honum að hann væri ekkert afbrigðilegur afþví­ að rasskinnarnar á honum eru fyrir neðan venjulegu kinnarnar. Engu að síður verða afbrigðilegir menn að sætta sig við að þeir geta aldrei verið bara fulltrúar sí­ns sjálfs. Þeir verða sífellt að útskýra sjálfan sig og svala forvitni okkar hinna svo við getum veitt manninum bak við rassinn óskipta athygli okkar. *Þetta er fyllilega sambærilegt því þegar konur komu fram áí dagsljósið og létu að sér kveða í­ þjóðfélaginu. *Spurningar eins og : Hvernig er að hafa engin kynfæri og *Hvernig er að pissa með rassinum? brunnu á vörum okkar. En eftir að þessum spurningum var svarað *gátum við snúið okkur að öðru, t.d. *muninum á álfum og dvergum. Með þessu er ég að segja við Ríkisútvarpið - Sjónvarp: Herðið ykkur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home