sunnudagur, desember 17, 2006

Aetthagafjotrar: Jolaskemmtun h'er

Eg veit ad bloggid mitt hefur nuna upp a sidkastid verid ansi noldurgjarnt, raunar einkennst af Tjekkovskum umkvortunum, th.e.a.s. ef eg er a lifi og vid goda heilsu kvarta eg yfir ad liggja ekki raendur og myrtur i kinverskri gotu: thess lags maeda leggst a folk i oflaetisfullri vellystingu. Thannig hef eg saknad furdunar, hins einkennilega, thar sem eg hef rafad milli allra oflaetisgrundudu bygginganna og sokt mer i kinverska vellist, ef svo ma komast ad ordi, en listadolgurinn i mer stods ekki matid um daginn og for i hverfi sem hysir fjoldan allan af nutimalistasofnum.

Thad sem thessi ekla a skorti hefur kennt mer, er ad furdan er einstok og skilgreind med augum thess sem skynjar; furdan skytur upp kollinum a augnablikum sem er erfitt ad lysa med ordum, en einhver ykkar hafid kannski sed thau tulkud i bandariskri biomynd sem gerist ad einhverjum hluta a veitingastad vid thjodveg, narraterud af dimmroddudum storleikara med fjarlaeg svibrigdi: kingumstaedur thar sem adkomumadurinn ber kennsl a sjalfan sig i andstaedu sinni: augnibliki af ljodraenni kyrrd, thar sem solarljosid virdist standa kyrrt a rykognunum i loftinu hja glugganum; thogullt, vidkvaemt og feigt i linnulausum stormi breytinga.

Thessi augnablik birtast manni eins og selur undan strond, og madur getur ekki annad en furdad sig a thvi hvada hof hann hefur synt sidan madur sa hann sidast. Kannski er best ad vera sjalfur eins og selur, a stodugu sundi, og adur en madur veit er madur a gangi i fjarlaegri borg, einn og ur samhengi vid uppruna sinn, kannski ad koma ur skodunarferd um Kinamurinn, kemur ad hostelinu sinu, en thar er buid ad hengja upp mida med aletruninni 'jolaskemmtun her' a Islensku: af ollum hotelunum i Peking hefur Islendingafelagid leigt sal i manns (sels) eigin hoteli til ad gera jolafondur, borda kalkun og drekka bjor. Furdan er skyndilega ekki lengur stok heldur fjolfoldud og adur en hun veit af er hun farin ad raeda afstodu Frjalslyndra til polskra straetisvagnabilstjora og afleidingar aetthagafjotra af ymsu tagi vid islenska namsmenn.

Furdan er dalitid timbrud i dag og aetlar ekki ad synda um margar gotur. Hun aetlar lika ad yfirgefa borgina siddegis. Forinni er heitid til Suzhou, i nagrenni vid Shanghai, og er su stefna tekin eftir ad hingad barst bysna itarlegur tolvupostur fra Hilmari Gudjonssyni a Islandi. Kann eg honum bestu thakkir og vil auk thess nota taekifaerid, ef hann skyldi vera ad lesa, og skila til hans kvedju fra formanni Islendingafelagsins i Peking, en hann heimsotti eg i nott.

Eg vil jafnframt skila kvedju til uppruna mins, til forledra minna, brodurs og kaerustu a Islandi, og til allra sem bera kennsl a mig heima.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uppruninn biður líka vel að heilsa þér og minnir á að það er sama hversu langt maður ferðast, maður á víst að hitta sjálfan sig fyrir.

1:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heyja vinur, vonandi er gaman í kína!
ég ætlaði að senda ykkur hannesi meil en hotmailin ykkar vildu ekki taka við.. en hér er það sem ég ætlaði að senda ykkur (vona að hannes lesi þetta líka)

örlítil jólakveðja

http://www.katrin.is/jolakvedja

hafðu það gott elsku vinur

knús og kyssi

(hver eru annars meilin ykkar? væri fínt að hafa þau)

11:07 f.h.  
Blogger Fridgeir said...

Hae Katrin.

Ef thu stefnir a eitthvad vidlika i framtidinni getur sent mer meil a gamil. Sama nafn.

1:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir kveðjuna frá þér og formanninum. hafðu það alveg ótrúlegt.

3:13 f.h.  
Blogger ylfa said...

gleðileg jól elsku friðgeir sjáumst vonandi á nýju ári:)

3:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home