mánudagur, desember 01, 2003

Ég er þurrausinn. Námsbækurnar hafa rænt mig sköpunargáfunni. Eða öllu heldur: þær hafa svipt mig sköpunargáfunni, ekki er að sjá að þær hafi mikil not fyrir frumlega hugsun. Þau eru þung skrefin sem ég stíg. Þeir eru seigir bitarnir af súra eplinu. Hann er harður veggurinn sem ég ber höfðinu í. Og höfðukúpan er viðkvæm skurn, sem er brotin og nú vellur heilinn á mér út. En hér á Þjóðarbókhlöðunni skiptir sér enginn að því, nema einhver sem er að gá hvort hann geti ekki tekið tölvuna mína fyrst að ég er að deyja. Og þessi texti er ekki annað en tilgerðarlegt þunglyndi þannig að ekki einu sinni kvörtunin stendur undir sjálfri sér. Ég gæti svo sem reynt að bjarga þessum skrifum með því að fjalla um handalausa manninn, einu sinni var hann fyndinn, og honum dettur alltaf eitthvað ferskt í hug. En núna er hann ofnotaður. Ég er búinn að eyðileggja handalausa manninn af því að ég er ekki nógu spennandi sjálfur.

Verð víst að hætta núna. Það er komin ræstingamaður sem ætlar að þrífa upp heilann. Það er allt lagi, ég hef hvort eð er ekkert meira að segja. veriði öll sæl og blessuð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home