þriðjudagur, apríl 06, 2004

Jæja, ég er byrjaður aftur. Ég er búinn að vera mjög upptekinn allan mars við að gera sjálfan mig frægan. Og nú þegar það hefur tekist, nú þegar allir helstu miðlar landsins eru búnir að birta mynd af mér á nærbuxum, get ég snúið mér aftur af smáborgaralegri efnum, t.d. bloggi og innpökkun. Ég á mér nefnilega lítið áhugamál sem ég hef ekki rætt mikið á opinberum vettvangi. Ég fæ mikið út úr því að pakka gjöfum og ýmsu smálegu inn í fallegar umbúðir. Ég fór á svona námskeið fyrir tveimur árum. Þetta voru tvö kvöld í Garðheimum. Sigríður Thorlasius var að kenna. Hún fór með okkur í gegnum þetta helsta, fyrst vorum við bara að vinna með pappírinn. Það er nefninlega hægt að gera meira með pappírinn en að pakka inn í hann – fólk sem heldur að það sé ekki hægt að nota pappírinn í neitt annað er bara þröngsýnt. Það kemur nefninlega á óvart hvað er hægt að skreyta mikið bara með pappír. Svo fórum við náttúrulega í borða og svona strá, eða hálm, eða hvað þetta heitir. Ég náði góðu valdi á að krulla borða með skærum og hef síðan verið að þróa mig betur í því. Það má segja að það sé mín sérgrein í dag. Við rétt náðum að fara í kortin, staðsetningu og hvernig á að festa þau. Við haft tíma til að læra að búa til svona kort, með laufum og hálmi og svona, ef kellingarnar þarna hefðu ekki alltaf verið að spyrja heimskulegra spurninga. Þetta eru mest kellingar sem eru í þessu, svona gamlar hórur. Þegar ég byrjaði í þessu var ég náttúrulega í og með að vona að ég hitti einhverja. Ég hef ekkert lent í neinu svoleiðis ennþá, enda hef ég enga sérstaka lyst á þessum keramík-mellum sem voru á námskeiðinu. Það er svosem nóg af fiskum í sjónum. Svo er maður líka löngu búinn að læra að mixa ekki bissness við plesjúr. Mér finnst reyndar svo skemmtilegt að pakka eða maður er varla viss hvort þetta er bissness og hvort er plesjúr, kannski svona blanda. Mér finnst bara gaman að gera eitthvað fallegt. Ja, þetta er náttúrulega enginn bissness. Það eru náttúrulega engir peningar í þessu. En maður getur ekkert alltaf verið að pæla í því, verður náttúrulega líka að hafa gaman, hafa smá fútt í þessum táradal hérna, lífinu sko. Fyrir mér þá gefur þetta lífinu gildi. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að gefa einhverjum gjöf sem er fallega innpökkuð. Maður kannski gefur vini sínum eitthvað gagnlegt sem endist lengi, en pakkar því inn mjög flott og síðan er þetta flotta bara rifið. Og þá er það bara búið, bara búið að gegna sínum tilgangi skiluru. Síðan á hann þetta gagnlega náttúrulega áfram. Ég hef verið að stefna á framhaldsnám í dáldin tíma. Ég get bara ekki séð að það sé neitt framboð að ráði hérna á Íslandi. Sigríður Thorlasíus stendur náttúrulega feti framar í þessu en aðrir hérna á klakanum, en hún er flutt eitthvert út á land og kennir ekkert hérna í bænum núorðið. Það er reyndar einhver hommi sem hefur verið með námskeið í námsflokkunum, Páll eitthvað. Maður tekur nú ekki sjensinn á því. Svo er líka örugglega bara sama námsefnið og hjá Sigríði, svona eitthvað byrjendakjaftæði. Ég er bara kominn miklu lengra. Þú veist, maður er eiginlega fullnuma, að minnsta kosti er ekki meira að læra fyrir mann hérna á klakanum. Ég stefni út. Þetta er ekki lánshæft. Þessir fasistar þarna hjá lánasjóðnum eru alltaf með hausinn uppi í rassgatinu á sér. Þetta er náttúrulega klár mismunun. Mér gremst samt mest er skilningsleysi íslenskra búðaeigenda. Það ætti náttúrulega að vera helst um jólin sem maður fær eitthvað að gera. En samt hefur mér nú reynst bara frekar erfitt að finna mér jóladjobb tvö síðustu jól. Það eru alltaf einhverjir fúskarar sem fá bestu giggin, svona fjórtán ára handbolta-hórur að safna fyrir keppnisferðalagi eða eitthvað. Ég stend ekki einu sinni í að reyna að fara í samkeppni við þær. Þær undirbjóða svo svakalega. Svo er þetta neitt neitt sem þær eru að gera. Bara skella pappírnum utan um, langsum teiping, allt upp í 20 cm á einfalda bók. Og ekkert flúrað með pappírinn, engin dassering eða rósun. Þær velja líka alltaf kolrangan borða, kannski rauðan eða gylltan með jarðlit, eða eitthvað eftir því. Bara forbundin slaufa með dobbulími. Svo er engin krullun að ráði, skærunum bara rent einhvern veginn, og lúppurnar eftir því misstórar, ekkert verið að spá neitt í sniðið. Og engin fléttun á borðum, allt singelt bara. Og það versta er eiginlega að fólk virðist kæra sig kollótt um allt fúskið. Það er eins og enginn hafi vit á þessu. Fólk kann bara ekki að meta fegurð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home