þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Mig langar að lýsa yfir sárum vonbrigðum yfir því hversu fáir nýttu sér athugasemdagluggana á síðunni til að óska mér til hamingju með afmælið mitt á laugardaginn s.l. Ég tók mér góðan tíma til að skrifa langan pistil, og þess má, og er raunar skyllt, að geta að ég er mjög upptekinn maður, og merkilegur ef út í það er farið. Þess vegna er það fyrir neðan allar hellur hversu fáar kveðjur bárust.

Annars er það helst að frétta að ég sit í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárasarinnar fyrir einni og hálfri viku, þegar ég gekk í skrokk á bíræfnum iðnaðarmanni með svokölluðum ,,klaufhamar". Lögreglan segir að hann hafi hlotið heilaskaða, en ég spyr á móti: Er það mér að kenna? Var hann ekki svo gott sem heiladauður fyrir?

En sjálfsagt er ykkur öllum hjartanlega sama. Það sem ég segi og geri getur nú varla skipt ykkur miklu máli, fyrst að afmælið mitt er ekki orða virði.

Góðar...nei, vondar stundir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home