Það styttist óðum í að heimsóknir á síðuna, síðan ég fékk mér teljara, verði orðnar 2000. Sjálfsagt má þó gera ráð fyrir ég sjálfur beri ábyrgð á svona 1000 af þessum heimsóknum, bæði heimsæki ég oft eigin síðu til að sjá hversu margir hafa heimsótt, en ekki síst til að líta á hvers konar ummæli gagnvirkir lesendur hafa séð sig knúna til að skilja eftir. Reyndar hefur örlað á því að lesendur séu latir við að skilja eftir sig ummæla og hryggir það mig meira en orð fá lýst. Hingað til hef ég ekki vitað með vissu hvort þessi gagnrýniekla hefur stafað af því að við sannleikann sem fellst í orðum mínum sé ekkert við að bæta, eða hvort málflutningur minn sé almennt ekki svara verður og það sé einfaldlega óverjandi að veita honum minnstu örðu af athygli. Og jú, eftir 14. febrúar s.l. er ég hallari undir seinni kenninguna. Og þarf kannski engan að undra, ef skrifin eru aftur á þetta plan, þ.e. sjálfshverf vorkunn háskólanema sem hvorki skrifar sig frá neinu né að neinu, og ekki heldur til neins ef út í það er farið. Nei, ég ætti frekar að hlusta meira á menn eins og hann.
Á hverri stundu gluggar 2000 lesandinn inn. Kannski má biðja hann um að glugga inn um athugasemdagluggann og skrifa línu. Og nú er ég hættur orðhengilshættinum. Fyrirgefiði öll, menntaðir og ómenntaði, iðnaðarmenn og langskólagengnir, bændur og búalið, til sjávar og sveita, karlar og konur, börn og dýr, hallar og laddar. Ég tek áskorun Björns bónda.
[Ég vil umfram allt biðjast afsökunar á að gæðastuðull pistla minna hefur falllið. Höfundur hefur verið önnum kafinn síðustu daga og ekki náð að rækta garðinn sinn.]
Á hverri stundu gluggar 2000 lesandinn inn. Kannski má biðja hann um að glugga inn um athugasemdagluggann og skrifa línu. Og nú er ég hættur orðhengilshættinum. Fyrirgefiði öll, menntaðir og ómenntaði, iðnaðarmenn og langskólagengnir, bændur og búalið, til sjávar og sveita, karlar og konur, börn og dýr, hallar og laddar. Ég tek áskorun Björns bónda.
[Ég vil umfram allt biðjast afsökunar á að gæðastuðull pistla minna hefur falllið. Höfundur hefur verið önnum kafinn síðustu daga og ekki náð að rækta garðinn sinn.]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home