[Þeir sem eru að leita að undirskriftasöfnun gegn tónleikum Paul McCartney þá fer hún fram hér að neðan (lau. apr. 24. yfirskrift: Áskorun]
Ég er ekki örlagatrúar, mér finnst það þá heimskuleg hugmynd að láta kvikindi (t.d. okkur mennina) - sem búa yfir kerfisbundnum hæfileikum til að stjórna sér sjálf - hreyfa sig og hrærast eftir einhverjum löngu ákveðnum fyrirmælum eins og þau séu í danssýningu Jaquin Cortes eða jafnvel Twister. Ég aðhyllist trú á tilviljanir, þ.e. þau tilviljanakendu hvörf sem verða þegar kerfi skarast. En nóg um hverju ég trú og hverju ég trúi ekki. Í dag hafa annað hvort tilviljanirnar eða örlögin (ég er í of miklu uppnámi til að ákvarða hvort) hagað því þannig að ég hef átt gersamlega miheppnaðan dag.
Til að byrja með ætla ég að vekja athygli á þeirri meðvituðund minni sem lítur að sjálfsvaldi yfir eigin örlögum. Flest allt sem fór úrskeiðis í dag (og í gær líka) er mér sjálfum að kenna. Til dæmis er það út í hött að fara skella á einhvern skuldinni fyrir að ég svaf yfir mig í morgun. það var mér að kenna. Í öðru lagi er það mér að kenna að ég byrjaði ekki að læra loksins þegar ég vaknaði, heldur byrjaði ég að taka til heima hjá mér - eitthvað sem ég geri ekki öllu jöfnu, þ.e. ef ég þarf ekki að læra undir leiðinleg próf. Eftir að hafa tekið til í tvo og hálfan tíma, sá ég að eina leiðn til að hefja mig upp úr sleninu væri að fá mér kaffi og horfa á fótbolta á Eurosport. Eftir fyrri hálfleik í leik Rúmeníu og Þýskalands, sá ég að eina leiðin út úr sleninu væri að drífa mig upp á Þjóðarbókhlöðu. Nú gripu ,,örlögin" í taumanna og Strætó bilaði á leiðinni (það var ekki mér að kenna).
Útúrdúr:
Ég er nýklipptur, var klipptur (eins og útúr mynd, að mér fannst) í gær þegar ég var að passa barn Öddu og Benna. Davíð nokkur Hedtoft átti leið um og bauðst til að munda skærin yfir þéttvöxnu (að utan sem og innan) höfði mínu. Og sem ég sat ber að ofan og hélt á ungabarni, meðan annar karlmaður klippti mig, efaðist ég um karlmennsku mínu. Þökk sé Decartes (efinn og tilvist efans og allt það, sko) og óvæntum klippihæfileikum Davíðs upplifði ég mig sem Guðs gjöf til kvenna og homma það sem eftir lifði gærdagsins. Svo kom babb í bátinn...
Aftur að deginum í dag:
Á Þjóðarbókhlöðunni hitti ég fálkagötukonuna sem var ekki jafn viss um að hér væri á ferðinni best klippti maður áratugarins. Raunar komumst við að þeirri niðurstöðu að klippingin hefði verið meira viðeigandi við lok níunda áratugarins, og ég áttaði mig á því að ég hafði valsað um götur Reykjavíkur í heilan sólarhring eins og ég væri að fagna Bjórdeginum, 1. mars 1989, vantaði bara Löwebrau dós, rúllukragabol, alltof stór gleraugu og Ég held ég gangi heim og fleiri góðum með Valgeiri Guðjónssyni á kasettu, já, og eitt eða tvö með Bjartmari kannski líka.
Um það bil sem þetta rann upp fyrir mér var hringt úr vinnunni og mér gert að mæta tafarlaust. Vaktaplaninu hafði nefninlega verið breytt (ekki mér að kenna). Og hér sit ég og bíð þess sem koma skal. Það eina sem ég get gert er...,jah, minnt á undirskriftarsöfnuna gegn tónleikum Paul McCartney. Síðustu tölur segja tíu, sem þýðir að 1990 undirskriftir skortir til að stemma stigu við undirdkriftarlistum fávita. Látum ekki deigan síga.
Ég er ekki örlagatrúar, mér finnst það þá heimskuleg hugmynd að láta kvikindi (t.d. okkur mennina) - sem búa yfir kerfisbundnum hæfileikum til að stjórna sér sjálf - hreyfa sig og hrærast eftir einhverjum löngu ákveðnum fyrirmælum eins og þau séu í danssýningu Jaquin Cortes eða jafnvel Twister. Ég aðhyllist trú á tilviljanir, þ.e. þau tilviljanakendu hvörf sem verða þegar kerfi skarast. En nóg um hverju ég trú og hverju ég trúi ekki. Í dag hafa annað hvort tilviljanirnar eða örlögin (ég er í of miklu uppnámi til að ákvarða hvort) hagað því þannig að ég hef átt gersamlega miheppnaðan dag.
Til að byrja með ætla ég að vekja athygli á þeirri meðvituðund minni sem lítur að sjálfsvaldi yfir eigin örlögum. Flest allt sem fór úrskeiðis í dag (og í gær líka) er mér sjálfum að kenna. Til dæmis er það út í hött að fara skella á einhvern skuldinni fyrir að ég svaf yfir mig í morgun. það var mér að kenna. Í öðru lagi er það mér að kenna að ég byrjaði ekki að læra loksins þegar ég vaknaði, heldur byrjaði ég að taka til heima hjá mér - eitthvað sem ég geri ekki öllu jöfnu, þ.e. ef ég þarf ekki að læra undir leiðinleg próf. Eftir að hafa tekið til í tvo og hálfan tíma, sá ég að eina leiðn til að hefja mig upp úr sleninu væri að fá mér kaffi og horfa á fótbolta á Eurosport. Eftir fyrri hálfleik í leik Rúmeníu og Þýskalands, sá ég að eina leiðin út úr sleninu væri að drífa mig upp á Þjóðarbókhlöðu. Nú gripu ,,örlögin" í taumanna og Strætó bilaði á leiðinni (það var ekki mér að kenna).
Útúrdúr:
Ég er nýklipptur, var klipptur (eins og útúr mynd, að mér fannst) í gær þegar ég var að passa barn Öddu og Benna. Davíð nokkur Hedtoft átti leið um og bauðst til að munda skærin yfir þéttvöxnu (að utan sem og innan) höfði mínu. Og sem ég sat ber að ofan og hélt á ungabarni, meðan annar karlmaður klippti mig, efaðist ég um karlmennsku mínu. Þökk sé Decartes (efinn og tilvist efans og allt það, sko) og óvæntum klippihæfileikum Davíðs upplifði ég mig sem Guðs gjöf til kvenna og homma það sem eftir lifði gærdagsins. Svo kom babb í bátinn...
Aftur að deginum í dag:
Á Þjóðarbókhlöðunni hitti ég fálkagötukonuna sem var ekki jafn viss um að hér væri á ferðinni best klippti maður áratugarins. Raunar komumst við að þeirri niðurstöðu að klippingin hefði verið meira viðeigandi við lok níunda áratugarins, og ég áttaði mig á því að ég hafði valsað um götur Reykjavíkur í heilan sólarhring eins og ég væri að fagna Bjórdeginum, 1. mars 1989, vantaði bara Löwebrau dós, rúllukragabol, alltof stór gleraugu og Ég held ég gangi heim og fleiri góðum með Valgeiri Guðjónssyni á kasettu, já, og eitt eða tvö með Bjartmari kannski líka.
Um það bil sem þetta rann upp fyrir mér var hringt úr vinnunni og mér gert að mæta tafarlaust. Vaktaplaninu hafði nefninlega verið breytt (ekki mér að kenna). Og hér sit ég og bíð þess sem koma skal. Það eina sem ég get gert er...,jah, minnt á undirskriftarsöfnuna gegn tónleikum Paul McCartney. Síðustu tölur segja tíu, sem þýðir að 1990 undirskriftir skortir til að stemma stigu við undirdkriftarlistum fávita. Látum ekki deigan síga.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home