fimmtudagur, apríl 22, 2004

[frá sumardeginum fyrsta]

Ég má reyndar ekkert vera að því að skrifa núna, ég er nefninlega í útvarpsviðtali, hjá Hannesi. Hannes er bara að spila lög í augnablikinu svo ég ákvað að taka mér pásu til að skrifa. Þó að maður sé frægur má maður ekki gleyma að láta vita af sér, ekki hlusta allit á útvarpið og ekki horfa allir á Ísland í bítið. Mér finnst samt bara ágætt að vera frægur, ég get látið margt gott af mér leiða, t.d. birti ég á síðunni áskorun til fólks að mótmæla útlendingalögunum. (Reyndar held ég að það sé búið að skila inn undirskriftarlistanum, en ég læt samt lógóið vera til að sýna hvað ég er fínn gaur).

En frægðinni fylgja ýmsir vankanntar. Margir eru öfundsjúkir, nú síðast afhjúpaði karl faðir minn öfund sína með því að draga fram úrklippu úr Alþýðublaðinu 16. apríl 1962, þar sem hann var á forsíðu að vinna einhverja barnaskóla skíðagöngukeppni eða eitthvað þvíumlíkt. Mér finnst það nú ekkert spes ef ég á segja alveg eins og er, og til merkis um rokna barnaskap hjá karlinum að ota þessum bleðli framan í mig. En hvað um það. Ég held að fleiri hafi orðið fyrir innblástri og það þykir mér vænt um. Ég var t.d. að fletta Fréttablaðinu í morgun og sá að Hildur, kólegi minn og fyrrverandi leikskólasystir er komin í úrslit í ljóðakepninni. Hún keppir þar á móti dóttur Ingibjargar Haralds og það merkile...ég ætlaði að minnast á að bæði ljóðin taka á sjálfsfróun en áttaði mig á því í þessum skrifuðu orðum að þessi kólegi minn og leikskólasystir er sjálfsagt orðin frægari en ég, bara sísvona með því að skrifa ljóð. Djöfulsins djöfull. Eins og ég hefði ekki getað hripað niður eitt ljóð. Ég hef oft hripað niður ljóð og það tekur töluvert skemmri tíma en að æfa upp heila leiksýningu, það tekur töluvert skemmri tíma en að fá fólk með fortölum til að prenta út nokkur hundruð plaggöt með myndum af sér ... heyrðu hún er ekki með nein plaggöt. Og hún er bara í Fréttablaðinu, engum öðrum blöðum. Hvers konar frægð er það nú. Jæja, best að drífa sig aftur í útvarpið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home