þriðjudagur, apríl 13, 2004

Ég var bara í sjobbanum í morgun, Ísland í bítið, og ef til vill hvarflar að einhverjum að þá sé ég orðinn frægur. Það er þó kannski hæpið að setja samasemmerki þarna á milli. Bara af því að andlitið mitt, er á plaggötum útum allan miðbæ, og af því að hálfnakin líkami minn er iðulega á síðum dagblaðanna, (og reyndar sat ég inni í hljóðveri Tvíhöfða í morgun, en sagði ekki neitt nema nafnið mitt) þá þýðir það alls kostar ekki að ég sé frægur. Það getur enginn orðið frægur áhugaleikari, sennilega afþví að enginn ótengdur leikurunum í tiltekinni sýningu, gerir sér nokkru sinni fra um að sjá áhugaleiksýningu. Hér gildir einu hversu mörg plaggöt hanga uppi með mynd af mér.

Nei, maður verður frægur af því að fara í sjónvarpið. Í dag (eða í bítið a.m.k.) (var) er ég a.m.k. jafn frægur og 5 barna móðirin sem fór í ,,meik óver", formaður samtaka kjörforeldra og golfkennarinn sem sagði að fullkominn sveifla samanstæði af 70 mismunandi þáttum. Ég er orðinn mjög frægur.

Og það á eftir að koma mér verulega á óvart ef einhverjir verða ekki frá að hverfa á næstu sýningum Stúdentaleikhússins á 101 Reykjvavík í Grýtuhúsinu, Keilugranda 1, 107 Rvk, þ.e.a.s. þremur síðustu sýningunum, á miðvikudag (14. apríl) fimmtudag (15.apríl) og laugardag (17.apríl). ,,Eru krakkarnir úr sjónvarpinu ekki örugglega í þessu" á fólk eftir að segja við innganginn, ,,og er Friðgeir ekki örugglega í þessu, þúveist, þessi sem sagði þarna brandarann um að það væri fínt að fá alla Háskólanema á sýninguna, þvílíkur spéfugl" eiga einhverjir eftir að segja ,,Eru ekki mörg þúsund manns í Háskólanum?",,Jú,jú. Það sem honum dettur í hug, ha. Jeminn. Verð að sjá hann á sviði",,Já hann hlýtur að vera óborganlegur í eigin persónu." Og áhorfendaskarinn (miklu fleiri en húsrúmleyfir (húsið er 2000 fermetrar)) á eftir að ærast þegar ég, og vinir mínir úr Ísland í bítið 13. apríl 2004, stíga fram á sviðið. Það verður varla hægt að heyra hvað við segjum. En það breytir engu. Ég verð jafn töfrandi og David Blaine að galdra kanínu útúr leginu á einhverri konu úti á götu í New York, ég verð jafn töfrandi og ég var í Ísland í bítið í morgun. Endilega verðið ykkur úti um spóluna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home