miðvikudagur, apríl 28, 2004

Konan sem eitt sinn bjó á Hverfisgötunni og síðan á Seltjarnarnesi er flutt enn og aftur. Í þetta skiptið býr hún á Fálkagötunni og unnir þar hag sínum vel, sennilega til langframa þar sem hún hefur fest kaup á kofanum. Þessa dagana auglýsir hún eftir meðleigjanda, enda dýrt að kaupa kaupa íbúð í Reykjavík einn síns liðs. En þótt hagir hennar hafi breyst (lesist á tvennan hátt) virðist það ekki verða til þess að blogghæfileikar hennar hafi horfið. Hitt þá heldur. Ég ætla að birta hér, með leyfi höfundar, eitt lítið dæmi:

[af www.kmaster2000.blogspot.com]

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Ég hef verið að fara yfir það í huganum afhverju Hemmi Gunn hefur svo mikið sem tja,aldregi boðið mér á date í öll þessi ár?
1.Þegar hann hringir í mig er alltaf á tali......
2.Hann hefur verið svo lengi á Tælandi
3.Hann heldur kannski að ég sé barnið hans
4.Hann vill ekki deita grúppíur/aðdáendur sína
5.Hann er stundum of þunnur til að hringja
6.Hann setur það fyrir sig að ég á ekki ennþá frískur&fjörugur
7.Honum finnst ég vanrækja ljóabekki óhóflega
8.Vanmetur hvað ég er epísk í fótbolta
For the love of Heisús cristús-call me Hemmso áður en ég kemst úr barneign eða verð afhuga þér,u here me?U is Maradonna of Iceland...




Af mér er það annars að frétta að frægðarsól mín er ennþá langt frá því að síga bak við sjóndeildarhringinn ásamt fuglasöng, spegilflötum tjörnum og sljóvgandi hlýju og ofbirtu liðinna daga. Nei, í gær, þegar ég hýrðist í Vogahverfinu í klukkutíma meðan ég beið eftir filmum úr framköllun, fékk ég mér sæti á sveittustu búllu austan við Glæsibæ, þ.e. Pizza Uno. Og hverjir haldið þið að hafi setið þar? Jú, engir aðrir en Siggi Hlö og Valli Sport! Siggi og Valli úr hausverkjaþáttunum á sama stað og ég að bíða eftir pizzu. Það lá við að ég skellti upp úr þegar ég sá þá, það er nefnilega ekki á hverjum degi að jafn fornfrægir húmoristar verða á vegi manns. Þeir reyndu ákaft að fela það að þeir þekktu mig af blaðaljósmyndum og sjónvarpsframkomum, en ég gat ekki betur séð en að Siggi gjóaði til mín augunum á leiðinni út.

Og svo er náttúrlega ekki úr vegi að minnast á að kapinn (þ.e. ég, hvorki Siggi né Valli) var kallaður í prufu fyrir nýjan íslenskan sjónvarpsþátt á mánudaginn. Strákur 2 er kannski ekki stórt hlutverk, en það er góð byrjun, og gott ef að kappinn (þ.e. ég, hvorki Siggi né Valli) hafi ekki bara verið á samlestri með frægum leikurum úr Vesturportsgenginu. Svo ekki sé minnst á að ég sat bíl með Hjálmari Hjálmarssyni, frægum leikara úr áramótaskaupinu, í hartnær klukkutíma í gær, og ekki nóg með það, við brugðum okkur inn á gafl til Einars Vilhjálmssonar, fyrrum Ólympíufara, og núverandi dýnusala, og skröfuðum við við hann í hartnær 10 mínútur. Eitthvað fleira...bíddu nú við... já. Einhverjum af næstu dögum mun ég leika í bandarískri stórmynd með Jason Briggs eða Biggs í aðalhlutverki. Þó að um sé að ræða statistahlutverk, verður þetta að teljast langt frá því að vera amarlegt.

Vil líka minna á undirskriftasöfnina gegn tónleikum Paul McCartney (hér að neðan). Við eigum langt í land. 9 komnir, 1991 eftir. Láttu ekki þitt eftir liggja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home