laugardagur, maí 01, 2004

Sinfóníutónleikar 30. apríl: Pissað með forsetanum

Það er ekki á hverjum degi sem manni gefst tækifæri á að sjá 9. sífóníu Beethovens flutta á sviði - jú kannski, ef umræddir dagar eru 29. og 30. maí 2004 - en þegar ég segi svona er ég víst að tala um alla daga í eilífðinni, sem ég veit svo sem ekki hvar byrjaði, og geri mér ekki grein fyrir hvar endar. Það eina sem ég veit er að í dag gefst mér ekki tækifæri á að sjá níuna (eins og við tónlistarspegúlantarnir köllum hana) og einn dagur án þess er nóg til að ekki sé um hvern dag að ræða, eða er það ekki. Hvað um það.

Ég brá mér semsagt í Háskólabíó í gær og sá Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja tónverk Beethovens við ljóð Shillers. Ég fann það strax að það var svaka stemning, fólk kallaði hástöfum slagorð, gerði bylgjur og söng hvatningasöngva: Oleoleoleole-nían-nían; BeethOvEn (klapp, klapp, klapp); Beethoven og Shiller - algjör killer!; og allt eftir þessu. Fólk var líka ánægt með samninginn sem Rumon Gamba er nýbúinn (hehe nýbúinn) að skrifa undir, sem þýðir að hann stjórnar sveitinni til 2009. Gamba-Gamba-Gamba æpti fólk eða söng jafnvel: Já viltu koma út að dansa - það er sólarsumarsamba - Rumon Gamba stjórnar einu sinni enn!

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Gambarinn lyfti sprota sínum og hljómsveitn byrjaði að spila umræddan hittara. Og þvílíkt sjóv. Gambarinn tók af sér slaufuna og óð um sviðið með sprotann og lét rjúka úr honum rétt áður en kórinn kom inn, Kristinn Sigmundsson forsöngvari spúði blóði eftir síðasta erindið og Sigrún Eðvalds spilaði allan fjórða kafla ber að ofan. Skiljanlega ætlaði lófakapinu aldrei að ljúka. Fólk vildi fá aukasinfóníu, einhverjir kölluðu Tíundu, tíundu, tíundu, en allt kom fyrir ekki.

Ég var að sjálfsögðu í slagtogi með fræga fólkinu. Þorgerður Katrín og Gunar Eyjólfsson sátu þarna hlið við hlið og var ekki annað á þeim að sjá en að þau væru hæstánægð með tónlistina og nýju fjölmiðlalögin. Ég sá reyndar hvorki Thor Vilhjálmsson Sigurð A. Magnússon, sjálfssagt hafa þeir verið komnir í dauðaherbergið snemma, eða kannski drápust þeir bara í partýinu á undan. Hafa farið of geyst í hvítvínið. Sjálfur var ég bara rólegur og lét mér nægja að drekka þrjá bjóra áður en ég kom.

Það sem stóð hins vegar ótvírætt uppúr, var þegar ég, í hléi, gerði mér ferð á salernið, sem er svosem ekki í frásögur færandi - nema hvað, ég verð var við að hávaxinn ljóshærður maður gengur á eftir mér. Ég lít við og hvern haldið þið að ég hafi séð? Jú, engan annan en forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, á leiðinni á pissiríið. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, að pissa við hliðina á forsetanum og kannski mæla út forsetaslátrið. Því voru það gríðarleg vonbrigði fyrir mig þegar Ólafur brá sér inn í klefa og læsti á eftir sér. Kannski var hann að kúka, eða þá að það er siður eða hefð að forsetar pissi sitjandi (e-ð sem Vigdís hefur komið í reglur). Ég held hins vegar að hann sé bara orðinn leiður á að allir séu að reyna að sjá hversu langan forseta forsetinn er með. Ég get rétt ímyndað mér að það sé dáldið pirrandi, en það er hins vegar ekki það sem skiptir máli. Það er nefninlega breiddinn sem gerir gæfumuninn, eða svo skilst mér. Ekki það að ég viti neitt um það, ekki hef ég prófað nein typpi né heldur hef ég möguleika á því. Og þó, ég þarf kannski engin leggöng. Nei, ég gæti reynt að fá nokkra mismunandi í endaþarminn og myndað mér síðan skoðun. Já, heyrðu, ég búinn að vera alltof lokaður, hef bara læst mig upp í fílabeinsturni gagnkynhneigðar minnar of lengi. Ég ætti bara að leyfa einhverjum að brúnka sinn fílabeins turn í mér, það myndi létta mér víðsýnina.
En þetta er náttúrulega útúrdúr.

Eftir tónleikana reyndi ég að komast í eftirpartý hjá Garðari Cortes en allt kom fyrir ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home