föstudagur, desember 05, 2003

Ég ákvað að skella mér heim snemma af Hlöðunni í gærkveldi svo ég gæti farið í sturtu, snætt almennilegan heimilismat og fóðrð sjóapakettina mína (en eins og flestum ætti að vera kunnugt eru sjóapakettirnir í raun ósýnileg skeldýr í ætt við rækjur sem þrífast bara í ferskvatni (sbr. ég sjálfur 2.12.)). Ég leyfði mér þann munað að fara heim snemma gegn því loforði míns sjálfs að ég læsi nokkur blöð áður en ég færi að sofa. Hefði ég gert það hefði ég getað gengið til rekkju með góðri samvisku í gærkveldi. En að sjálfsögðu gerði ég ekkert slíkt og horfði þess í stað á feðraveldisgamanþætti á Skjá einum og kvenfrelsisneytendaþætti á Rúv. Þess vegna neyddist ég til að fara að sofa með svo u.þ.b. miðlungs samvisku, svona eins og maður yrði skipreka með hvítvoðungi og neyddist til að éta hann til að halda lífi. Maður væri sennilega með nettan móral en gæti huggað sig við það að maður átti ekki annarra úrkosta völ. Stundum verður maður nefninlega að hlífa sjálfum sér. Það er ekkert vit í að fremja hetju dáðir ef það hefur ekkert upp á sig til lengri tíma litið; það er ekkert vit í að veigra fyrir sér að sporðrenna einu smábarni ef líf og limir eru í húfi. Sjáiði t.d. fólkið í Survivor. Það vílar ekki fyrir sér að éta lirfur, pöddur, myglu, strjúpuð egg, saur eða börn til að vinna milljón dollara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home