Kæru lesendur!
Takk! Þakka ykkur fyrir! Þakka ykkur fyrir að nú er ég á einni nótttu orðinn frægur. Ég komst að því á föstudaginn að annað fólk en handalausi maðurinn, fyrsti málfræðingurinn, konan á Hverfisgötunni og ég sjálfur lesa þetta blogg. Raunar held ég að það hafi ekki verið fyrr en í síðustu viku að annað fólk komst að því að ég er að blogga. Í kjölfar þessarar víxlgengu vitneskju setti ég upp á síðunni teljarar og reit fyrir gagnvirk/meðvirk ummæli, og er því orðinn nokkuð fínn kall. Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Nú síðast þegar ég gáði hafði teljarinn skráð 46 heimsóknir. Reyndar dreg ég í efa að svo margir hafi heimsótt síðuna því að ég hef sjálfur heimsótt eigin síðu alloft til að sjá nýjustu tölur. Engu að síður má gera ráð fyrir að hátt í tíu manns hafi heimsótt síðuna frá því á föstudag. Hátt í tíu gullfallegar manneskjur, brotnar af alls konar bergtegundum. Reyndar dreg ég í efa að þessar manneskjur séu brotnar af öðru bergi en íslensku og arísku foreldri og eru jafnframt flest (háskóla)nemar á þrítugsaldri í Reykjavík.
En þessi morgunsól frægðar minnar rís þó ekki á heppilegum tíma. Nú er einmitt brennandi lær-dómssól hæst á lofti og hún gerir sig ekki líklega til að setjast. fram á kvöld sést ekkert annað fyrir ofbirtu. það gengur ekki að hafa tvær sólir á himninum, sérstaklega þegar ég þarf að læra eins og móðurserðir fram í hið óendanlega. Reyndar efast ég um að móðuserðis-líkingin sé viðeigandi í þessu samhengi, ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að sifjaspjöll tíðkast frekar hjá ómenntuðu fólki. Menntamenn hafa í gegnum tíðina ógjarnan kært sig mikið um kynferðislegt samneyti við mæður sínar. Ég verð því að læra eins og eitthvað annað. Ég nota hér tækifærið og lýsi eftir meira viðeigandi orðalagi hjá víðum lesendahóp mínum.
Góðar stundir!
Takk! Þakka ykkur fyrir! Þakka ykkur fyrir að nú er ég á einni nótttu orðinn frægur. Ég komst að því á föstudaginn að annað fólk en handalausi maðurinn, fyrsti málfræðingurinn, konan á Hverfisgötunni og ég sjálfur lesa þetta blogg. Raunar held ég að það hafi ekki verið fyrr en í síðustu viku að annað fólk komst að því að ég er að blogga. Í kjölfar þessarar víxlgengu vitneskju setti ég upp á síðunni teljarar og reit fyrir gagnvirk/meðvirk ummæli, og er því orðinn nokkuð fínn kall. Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Nú síðast þegar ég gáði hafði teljarinn skráð 46 heimsóknir. Reyndar dreg ég í efa að svo margir hafi heimsótt síðuna því að ég hef sjálfur heimsótt eigin síðu alloft til að sjá nýjustu tölur. Engu að síður má gera ráð fyrir að hátt í tíu manns hafi heimsótt síðuna frá því á föstudag. Hátt í tíu gullfallegar manneskjur, brotnar af alls konar bergtegundum. Reyndar dreg ég í efa að þessar manneskjur séu brotnar af öðru bergi en íslensku og arísku foreldri og eru jafnframt flest (háskóla)nemar á þrítugsaldri í Reykjavík.
En þessi morgunsól frægðar minnar rís þó ekki á heppilegum tíma. Nú er einmitt brennandi lær-dómssól hæst á lofti og hún gerir sig ekki líklega til að setjast. fram á kvöld sést ekkert annað fyrir ofbirtu. það gengur ekki að hafa tvær sólir á himninum, sérstaklega þegar ég þarf að læra eins og móðurserðir fram í hið óendanlega. Reyndar efast ég um að móðuserðis-líkingin sé viðeigandi í þessu samhengi, ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að sifjaspjöll tíðkast frekar hjá ómenntuðu fólki. Menntamenn hafa í gegnum tíðina ógjarnan kært sig mikið um kynferðislegt samneyti við mæður sínar. Ég verð því að læra eins og eitthvað annað. Ég nota hér tækifærið og lýsi eftir meira viðeigandi orðalagi hjá víðum lesendahóp mínum.
Góðar stundir!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home