laugardagur, desember 20, 2003

Saðning

Það er gott að klára hluti. Til dæmis er gott að vera búinn í prófum, búinn að leggja á sig að kunna eitthvað og skila því frá sér þannig að einhver, sem kann meira en maður sjálfur, geti lagt mat sitt á það og breytt öllum orðunum, sem maður er búinn að moka upp úr hausnum á sér niður á blað, í tölur milli 1 og 10. Á sama hátt verður það gott að klára að skrifa þennan texta og vita að einhver (kannski hátt í tíu manns) eigi eftir að lesa það sem maður skrifaði og breyta öllum táknunum á skjánum í taugaboð, þ.e. rafmagn, inni í eigin haus og mynda þannig skoðun. Og þegar ég dey get ég sagt: ,,Mikið er ég feginn að vera búinn að þessu" því að ég veit að allt sem ég hef sagt og gert og skrifað niður í lífinu verður fellt saman í blekklessur á síðum Morgunblaðsins og steinn verður skreyttur með talnakóða sem segir til um hversu vel mér gekk að halda í mér tórunni.

Góðir lesendur! Þetta eru hughrif innblásin af þeirri staðreynd að ég er búinn í prófum, og hef núna satt best að segja ekkert að gera nema velta mér upp hlutunum. Og þegar ég segi hlutunum veð ég villu og svíma. Ég meina að sjálfsögðu að ég velti mér upp úr orðum, sem eru ekki áþreifanleg. Þannig er ég heldur ekki að velta mér upp úr einu eða neinu í raun. Ég sit kjurr og einblíni í eina átt, að skjá sem er þakinn lit og táknum, sem ég síðan breyti í taugaboð inn í eigin haus.

Og eru það ekki einmitt hughrif sem flestir bloggarar leitast við að tjá með rittáknum. Þá meina ég ekki hughrif á borð við: Sólin á himninum eins og je ne sais qua? og ég fyllist reykmettuðum grun um að ég hafi upplifað þetta augna blik áður. Algengara er að sjá eitthvað í þessum dúr: Hvað er málið með röðina á Hverfis, vild'ég væri með VIP.

Í þessum anda ætla ég að varpa fram þessum hughrifum: Af hverju í veröldinni skildi einhver með réttu ráði og í þeirri stöðu að geta gefið götum nöfn, hvaða nafn sem er, af hverju skildi einhverjum hafa dottið það í hug að nefna tvær götur í sama landi, í sömu borg, í sama hvefi, sem í ofanálag liggja hlið við hlið: Hagamelur og Melhagi. Það er ofar skiklningi mínum, eða öllu heldur neðar, að skilja þau sjónarmið sem þessu réðu. Það er mér næst skapi að stinga upp á að þeir sem bera ábyrgðina verði limlestir á almannafæri, en þar sem þeir eru vafalaust allir dánir og farnir til helvítis, sting ég upp á að eftirlifandi ættingjar þeirra verði limlestir og meðfram því svívirtir í strjúpann af ríkisstjórn Íslands.

Í kjölfarið, mynd sem er ekki síður hrífandi fyrir taugaboð: Guðni Ágústson að hafa samfarir við handalausan mann í strjúpann.
Góðar stundir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home