fimmtudagur, desember 11, 2003

Áður en lengra verður haldið í þessum tilgangslausa útgáfuflaumi orða, skal áréttað að síðan er ekki grundvöllur fyrir fordóma gegn fólki með annað litarhaft eða af öðrum kynþætti en ég sjálfur. Ástæða þessarar þörfu ábendingar, er sú að einn hinna fjölmörgu lesenda sem hafa látið hafa eftir sér ummæli í þartilgerðum dálk, eftir síðustu færslu, lét þau ummæli falla að gyðingar væru ,,helvítis bastarða synir Abrahams." Svona orðalag líð ég ekki undir nokkrum kringum stæðum á þessari síðu minni og bið téðan ,,G" að gera sitt besta til að koma sjálfum sér up í eigin endaþarm, helst með einföldu hoppi. Ég hef engar frekari hugmyndir um hvernig það er mögulegt - fólk sem hefur hugmyndaauðgi til að kalla fólk jafn illum nöfnum, og þau sem koma fram hér að framan, ætti að geta dottið eitthvað í hug til að koma sjálfum sér uppí rassgatið á sér. Reyndar held ég að umræddur aðili sé nú þegar upp í rassgatinu á sér og ætti kannski frekar að huga að því hvernig hann á að komast út. Læknisfr´ði viðkomandi ætti að koma að góðum notum.

Að öðru leyti vil ég þakka ,,G" fyrir myndlíkingun ,,að læra eins og veðhlaupahestur" sem ég er mjög ánægður með og hyggst nota við sem fjölbreytilegust tækifæri.

Í síðustu færslu var einnig fjalla um móðurserða og að menntamenn fylltu ekki þann hóp. Katrín nokkur, ungur félagsráðgjafarnemi í Reykjavík, vændi mig að þessu til efni um skammsýni og geigvænlegan menntahroka. Ummæli hennar hyggst ég ekki taka til greina á nokkurn hátt. Ég er stoltur af menntahroka mínum og hvet alla sem skrifa ummæli á þess síðu að fordæma og svívirða eins og veðhlaupahestar ómenntaða í leik og starfi. Ólangskólagengnum er að sjálfsögðu frjálst að svara fyrir sig, ef þeir kunna að skrifa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home