föstudagur, janúar 30, 2004

[Eftirfarndi texti var sleginn inn að kvöldi dags 29. janúar s.l. af manni sem eitt sinn var menningarviti. Andlaus hamur hans fannst undir morgun daginn eftir í bakháum, leðurklæddum og býsna virðulegum skrifborðsstól, sem reyndist vera keyptur í Rúmfatalagernum. Köflótta peysan er nú til sýnis í glerkassa á Þjóðarbókhlöðunni.]

29.1. 2004
Ég á skilið að hljóta Menningarverðlaun DV, þvílíkur þungaviktar menningarfrömuður er ég orðinn. Í kvöld fullkomnaði ég menningarlegustu viku sem nokkur manneskja hefur lifað í þessum hluta heimsins eftir stríð. Ég gerði mér ferð í HÁSKÓLAbíó og hlýddi á flutning Sinfoníuhljómsveitar Íslands á fjórðu sinfoníu Sjostakóvits. Mér var skapi næst að fara á Kaffi List á eftirog drekkja almúgamanninum í sjálfum mér í eitt skiptið fyrir öll í glasi af ódýru rauðvíni. Svo svæsinn gerðist ég ekki í þetta skiptið, né mun ég nokkurn tímann gerast. Ég hef nefninlega náð fullkomnun sem snobbhænsni, ég var snobbaðasta hænsnið í kofanum þetta kvöld, og hér eftir yrði bara farið niður á við, hér eftir yrði ef ég hefði ekki ákveðið að umpóla.

Ég segi hér með skilið við menninguna og menntunina, hef smeygt mér úr flauelisbuxunum og mokkasíunum og klætt mig í joggingbuxur og X-18-skó. Kveikt á Jay Leno og kela við 17 ára stelpu sem vinnur á Aktu Taktu og hefur að baki fleiri ljósatíma en Danny Glover. Á morgun mæti ég ekki í skólann, ég er hættur. Ég vakna samt snemma, ætla að keyra kellinguna í ljós og nýta mér tilboð á nærfötum í Dressman. Kannski ég borði morgunmat í 10-11, eina Júmbó langloku eða pulsu með kartöflusallati á bensínstöð, og að sjálfsögðu drekk ég hálfan líter af kóki með, ekki Pefsi, ég hef nefninlega skoðun á því hvort er betra, ég hef líka skoðun á hvort sé betra að hafa Pésé eða Makka, hvor er fyndnari Sveppi eða Auddi, hvor er betri kynnir Simmi eða Jói, hvort Kalli Bjarni hefði átt að vinna Idol (hver annar), hvort Logi Bergmann ætti að vera með konunni sinni eða Svanhvíti (Svanhvíti), hvort sé betra að versla í Bónus eða Europrís, hvort það sé betra að pumpa í World Class eða Hreyfingu og hvort Bad Boyz I eða II var betri (Toxedo var betri en báðar). Ég safna Séð og heyrt og læt binda það inn fyrir mig (gleymum ekki sögunni svo hún endurtaki sig ekki). Sama gildir um Undirtóna, en ekki Orðlaus því ég hata feminista. Ég klippi út nærfatasíðurnar úr Hagkaupsbæklingunum og runka mér yfir Írisi Ósk á morgnanna og Manuelu Ósk áður en ég fer að sofa. Ég veit hvað nærfatamódelin í Hagkaupsbæklingnum heita. Og ég les Birtu meðan ég kúka.

Þetta er ég, nýji Friðgeir, eða Geiri, Geir glaumur, Glaum-Geiri, frelsaður plebbi, sem saknar Fríkortanna. Ég fer ég ekki framar á sinfoníutónleika, nei, á fimmtudögum fer ég á Gunnar Óla og Einar Ágúst órafmagnaða á Glaumbar. Á föstdögum drekk ég Bud Ice með félögunum, á laugardögum tek ég Friends-spólur með kærustunni. Þið sem haldið að þið séuð vinir menningarvitans Friðgeirs Einarssonar, þið eruð á röngum slóðum. Hans slóð lá hærra upp á menningarstjörnuhimininn en hann þorði að fara án þrýstijöfnunarbúnaðar. Þið eruð vinir minningarinnar um Friðgeir, hann sjálfur er dáinn. Maður stígur ekki í sömu ánna tvisvar. En maður kaupir Séð & Heyrt í hverri viku. Það er sjálfgefið. Þið getið sagt ykkur það sjálf. Eins og allt sem ég segi. Framvegis segi ég bara það sem liggur í augum uppi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home