Jæja, búinn að vera lágmenningarfrömuður í tvo daga. Gengur býsna vel. Hef ekki lesið neitt sem hefur fengið Booker-verðlaunin eða eftir einhvern eins og Gyðri eða Sjón. En ég horfði á kvikmyndaþáttinn Sjón á Popptíví, enda er Heiðar Austmann snillingur (það er sem sagt álit mitt núna eftir hamskiptin). Ég stend nefninlega í þeirri meiningu að það sé alþýðlegt að horfa auglýsingar fyrir kvikmyndir og hlakka síðan til að sjá myndirnar eins og þær séu börnin manns að koma úr sumarbúðum. Og þarna var auglýsing fyrir kvikmyndina The Human Stain með þokkagyðjunni Nicole Kidman og Antony Hopkins úr Bad Company og Zorro. Ég var orðinn vel heitur fyrir þeirri ræmu enda er Antony Hopkins snillingur. En í lok auglýsingarinnar kom í ljós að þessi kvikmynd er byggð á sögu eftir Phillip Roth, Booker-verðlaunahafa. Ég verð þá að vera heitur fyrir einhverri annarri mynd, t.d. Last Samurai.
Í gær lagði ég líka býsna þungt lóð á vogaskálina í viðskilnaði mínum við akademíuna. Ég fór í vísindaferð í Landsvirkjun og drakk frá mér mannorðið án þess að eyða krónu. Ég drakk fjóra bjóra og þagði meðan almannatengslafulltrúi fyrirtækisins sannfærði mig um að Kárahnjúkavirkjun væri réttlætanleg því maðurinn gæti ekki gert neitt ónátturulegt og að þetta land myndi breytast miklu meira í eldgosum og landhræringum eftir nokkur þúsund ár. Þessi rök ætla ég að nota verði ég einhvern tímann kærður fyrir morð: vissulega stakk ég hann með finnskum kuta, en náttúran hefði drepið hann hvort sem er. Og á þessum forsendum rændi ég fjórum bjórum til viðbótar af Landsvirkjun og drap sjálfan mig (tímabundið) með því að drekka þá í snarhasti á þorrablóti íslenskunema í Breiðholti. Ég man svo sem ekki hvað það var nákvæmlega sem ég gerði, en ég er nokkuð viss um að ég er búinn að fyrirfara menntaheiðri mínum og að þessi kynslóð fræðimanna mun aldrei taka mig alvarlega framar. Ég missti meðvitund fyrir kl. 00 og var borinn út í leigubíl nokkru seinna. Þar með má segja að ég hafi verið borinn út úr hinu akademíska samfélagi. Gott. Og nú þarf ég bara að losna við vini mína. Þið eruð fífl.
Í gær lagði ég líka býsna þungt lóð á vogaskálina í viðskilnaði mínum við akademíuna. Ég fór í vísindaferð í Landsvirkjun og drakk frá mér mannorðið án þess að eyða krónu. Ég drakk fjóra bjóra og þagði meðan almannatengslafulltrúi fyrirtækisins sannfærði mig um að Kárahnjúkavirkjun væri réttlætanleg því maðurinn gæti ekki gert neitt ónátturulegt og að þetta land myndi breytast miklu meira í eldgosum og landhræringum eftir nokkur þúsund ár. Þessi rök ætla ég að nota verði ég einhvern tímann kærður fyrir morð: vissulega stakk ég hann með finnskum kuta, en náttúran hefði drepið hann hvort sem er. Og á þessum forsendum rændi ég fjórum bjórum til viðbótar af Landsvirkjun og drap sjálfan mig (tímabundið) með því að drekka þá í snarhasti á þorrablóti íslenskunema í Breiðholti. Ég man svo sem ekki hvað það var nákvæmlega sem ég gerði, en ég er nokkuð viss um að ég er búinn að fyrirfara menntaheiðri mínum og að þessi kynslóð fræðimanna mun aldrei taka mig alvarlega framar. Ég missti meðvitund fyrir kl. 00 og var borinn út í leigubíl nokkru seinna. Þar með má segja að ég hafi verið borinn út úr hinu akademíska samfélagi. Gott. Og nú þarf ég bara að losna við vini mína. Þið eruð fífl.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home