miðvikudagur, maí 19, 2004

Ekki er örgrant um að gæðum þessa bloggs hafi hrakað síðan ég skipti um útlit á síðunni, og hvaða ástæður sem kunna liggja að baki harma ég það mjög. Mig grunar þó að það hafi sama og ekkert að gera með umbúðirnar. E.t.v. er skýringanna frekar að leita í því að líf mitt hefur skyndilega snúist frá því að vera vel nýtt og glaðvært yfir í rólegheit og þær áhyggjufullu og kvíðablöndnu hugleiðingar sem gjarnan fylgja velmegunnar og iðjuleysis. Og þar sem ég hef ekki í hyggju að leggja á lesendur heiðarlegan og djúpstæðan texta um mínu sönnu líðan og hugrenningar hingað og þangað - ekki frekar en ég vil bera á torg iðrin í mér - þá hef ég í rauninni ekkert að segja. Nema kannski þetta:

Ég sá heimildamynd um skosku hljómsveitina Frankie goes to Hollywood á VH1 á sunnudaginn. Þeir höfðu ekki talast við síðan þeir héldu sína síðustu tónleika 1987, og þátturinn fjallaði um hvernig bandarískur sjónvarpsmaður leiddi þá saman á ný. Það tókst og um það hef ég ekkert fleira að segja. Vafalaust áttu margir von á einhverri heimspekilegri útleggingu á efni þáttarins, en fyrir því er ekki að fara. Það sem ég vildi að kæmi fram er að þessi þáttur var það merkilegasta sem ég upplifði þennan daginn, og er það enn einn dapurlegur minnisvarði um hversu fábreytileg tilveran birtist mér, nú þegar ég er orðinn akademískur fræðimaður/iðjuleysingi. Reyndar má geta þess að ég var með eindæmum þunnur þennan dag, en það mér varla til málsbóta, þ.e. að fyllirí og tilfinningasukk er eina leiðin sem ég hef séð út úr hversdagsleikanum. Nei, ég hafði meira segja gaman af Júróvisíon, og til að bíta höfuðið af skömminni lýsti ég yfir opinberalega fyrir helgi að ég hlakkaði til að sjá keppnina.

Já, öðruvísi mér áður brá. Reyndar held ég að enginn sem sá gríska atriðið, eða það bosníska, geti með góðu móti fúlsað við þvílíkum viðburði. En samt, öðruvísi mér áður brá.

Eins og ég sagði í upphafi hefur þessu bloggi hrakað, og glöggir lesendur veita því vafalaust athygli að ég hef ekki einu sinni botn á þessa færslu.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Order Cialis, Viagra, Levitra, Tamiflu. Get Cheap Medication online. Buy Pills Central.
[url=http://buypillscentral.com/buy-generic-brand-levitra-online.html]Discount Viagra, Cialis, Levitra, Tamiflu Drugstore without prescription[/url]. Indian generic drugs. Discount medications pharmacy

6:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Today it's more fastidious to trust different medical companies discount Viagra now, outstandingly those who the moment their meds online.

1:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

resume landmarks backdrop webbased ahead logical vles argentina frequent antidote celebrated
lolikneri havaqatsu

4:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I think, that is not present.

3:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home