föstudagur, maí 14, 2004

Flórgoðinn og húsið hverfur

Lét freistast til að breyta um útlit á síðunni og get ekki annað sagt - þrátt fyrir að nýji bakgrunnurinn sé glæsilegur og ku vera líkur veggfóðrinu hjá vinum mínum í Danmörku - en að ég sjái eftir öllu saman og óska ég þess að ég hefði aldrei hróflað neinu. Nú hef ég glatað gamla kommentakerfinu, og þar með öllum komenntum síðan í nóvember, en fengið í staðinn glatað kommentakerfi sem ekki er hægt að kommenta á. Auk þess er teljarinn minn fyrir bí, sem og þær rúmlega 4200 flettingar sem hann sýndi. Svo ekki sé talað um linkana.

Einn helsti hvati minn til að skipta um útlit (og enn og aftur upplýsi ég hversu hégómlegur lítill maður býr innra með mér) var að ég gæti sett mynd af mér á síðuna. En nú krefst kerfið þess að ég setji mynd á url-tæku formi og ég hef ekki hugmynd hvað url er. Mig vantar sárlega liðveislu frá einhverjum sem kann á tölvur; jafn sárlega og hamar vantar ístað; jafn sárlega og knapa vantar hest; jafn sárlega og dauða vantar líf; jafn sárlega og eld vantar við; jafn sárlega og hressleikann vantar Hemma; jafn sárlega og nótt vantar dag; jafn sárlega og Stephen Hawking vantar talgervil; jafnsárlega og Christpher Reeve vantar stofnfrumur; jafn sárlega og barn vantar móður; jafn sárlega og orð vantar tungu; jafn sárlega og karl vantar konu; jafn sálega og konu vantar karl; jafn sárlega og barn vantar föður; jafn sárlega og Cristopher Reeve vantar barn/fóstur; og jafnvel meira.

Ef einhver getur veitt mér þessa liðveislu; hringið í mig eða sendið mér póst.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nú veit ég ekki hvað þig vantar hjálp við nákvæmlega en ég skal alla vega hjálpa þér með þetta auðveldasta, url er svona slóð eins og http://www.blabla.is nema þegar þetta er url á mynd þá endar það oftast á .jpg
ef þú átt mynd af þér í tölvunni þinni og vantar að setja hana svona á netið svo hún sé í urli þá geturu sent mér hana ímeili (katrin@katrin.is) og ég get sett hana hjá mér og þá mun urlið vera eitthvað á þessa leið http://www.katrin.is/fridgeir.jpg

en þetta með kommentin.. áttu ennþá eitthvað svona staðfestingarmeil sem þú hefur fengið þegar þú skráðir þig fyrir kommentakerfinu síðast? þá ætti að vera lítið mál að setja aftur gamla lúkkið inn og bæta þá aftur kommentunum við.. og það er alveg líka hægt að setja inn mynd á gömlu lúkkin sko:)

voni þetta hjálpi eitthvað:*

12:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home