Vélmennið af Dorian Gray
Eins og glöggir lesendur muna eflaust, snérist ein af fyrstu bloggfærslunum mínum um kynni af handalausum manni. Þetta var miðvikudaginnn 19. nóvember síðastliðinn og hvet ég alla sem vetlingi geta valdið að lesa færslur þennan dag. Alltént fjallaði hún um ólánssaman mann sem sótti áfangan Íslenskt mál að fornu og nagaði af sér hendurnar úr leiðindum í kjölfarið. Á þessum tíma var ég einmitt í þessum áfanga og var ánægður með að vera svo kjarkaður að geta stillt mig um að naga burt útlimi. En, bíðið hæg. Þá var um að ræða Íslenskt mál að fornu I. Nú á fimmtudaginn lauk ég síðan síðasta prófinu sem ég tek í mínu B.A.-námi, nefninlega Íslenskt mál að fornu II: back with vengence. Það gekk bara nokkuð vel og ég er enn þá með tvær hendur, tvo fætur og eitt typpi. Já, ég er sem sagt búinn í prófi, þetta var eina prófið sem liggur fyrir þetta vorið, og svo er lífð bara allt í einu byrjað. Sumarið fer í fræði- og ritstörf, því ég ætla skila B.A.-ritgerðinni minni í haust (þ.e.a.s. ef það kemur einhvern tímann haust aftur). Og svo er ég bara kominn með fínt innidjobb í júní og júlí: Reykjavíkurborg ætlar að borga mér fyrir að skrifa, hugsið ykkur.
Og hvað svo? Ja, ég er sko með svaka plön. Ég ætla ekkert nánar út í það núna, en ég er nokkuð viss um næstu þrjú árin verði mjög spennandi hjá mér. Verð bara að passa mig að gera ekki einhvern óléttan. Raunar skylst mér að það sé ómögulegt að gera einhvern óléttan - bara konur geta orðið óléttar, eða svo er mér sagt, og hér eru komin fram enn ein rökin fyrir mig að gerast samkynhneigður, en eins og glöggir lesendur muna eftir daðraði ég við þá hugmynd og Bergþór Pálsson, á sinfóníutónleikum í síðustu viku. (Ég biðst innilega afsökunar á öllu orðasprellinu, það er bara einhvern veginn ekki hægt að stoppa það þegar það byrjar).
(Hér verða ákveðin skil í textanum, bil sem mér reyndist um megn að brúa).
En nóg um mig: ég fór á Kraftverk tónleikanna í Kaplakrika síðasta miðvikudag og var mjög skemmt. Sviðsframkoma Þjóðverjanna var vægast sagt statísk, og ekki alltaf ljóst hvort þeir væru mennskir eða vélmenni, eða sambland af hvoru tveggja: halb Wesen, halb Ding - Mench Machine. Efnisskráin samanstóð af þeirra þekktustu lögum, en út úr samspili tónlistar, myndefnis (einkum hvað varðar hjólreiðar og lífefnafræði) og takmörkunar á hreyfingum þeirra sjálfra mátti lesa einhverja rómantíska hugmynd um mann og vél í einu mengi, og að samrunin væri ekki aðeins óumflýjanlegur heldur öllum í hag, en jafnframt var bent á galla skýlausrar tæknihyggju (Radio-Activitat, Autobahn).
Mest spiluðu Kraftwerk þekkt lög, en með litlum varíasjónum frá plötunum (þau fáu tilbrigði sem ég, óbreyttur og ósjóaður leikmaður, greindi voru stórskemmtileg). Oft spurði maður sjálfan sig hvort nauðsynlegt hefði verið fyrir þá sjálfa að koma, og svarið við þeirri spurningu fékk ég þegar í laginu Die Roboter, stóðu vélmenni fyrir aftan hljómborðin, og lagið hljómaði af pleibakki, meðan Kraftakarlarnir sátu baksviðs og drukku vatn (ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir fúlsi við kaffi). Nei, þannig séð hefði verið óþarfi fyrir þá að koma. Ekki það að tónleikarnir hafi verið leiðinlegir, eða ómerkilegir. Nei, nei, nei. Þetta var eins konar yfirlýsing, eða það held ég. Það vakti athygli mína að vélmennin voru miklu unglegri en sjálfar fyrirmyndirnar. Og þá hvarflaði að mér sagan um myndina af Dorian Gray eftir Oscar Wilde, nema með smá viðsnúning. Hér má gera því skóna að þeir Bartos, Hütter, Flür og Schneider, sem stóðu á sviðinu í Kaplakrika á miðvikudagskvöldið, séu eftirmyndir vélmennanna úr framúrstefnuhljómsveitinni Kraftwerk frá Þýskalandi: það eru þeir sem hrörna og taka á sig spillingu tímans, lifa í minningunni um forna frægð og spila 30 ára slagara í íþróttahúsi á Íslandi - meðan vélmennin, vélarnar, eru föst við sinn keip, síung og falleg.
Svo fór í taugarnar á mér að lögin voru ekki öll á þýsku.
Eins og glöggir lesendur muna eflaust, snérist ein af fyrstu bloggfærslunum mínum um kynni af handalausum manni. Þetta var miðvikudaginnn 19. nóvember síðastliðinn og hvet ég alla sem vetlingi geta valdið að lesa færslur þennan dag. Alltént fjallaði hún um ólánssaman mann sem sótti áfangan Íslenskt mál að fornu og nagaði af sér hendurnar úr leiðindum í kjölfarið. Á þessum tíma var ég einmitt í þessum áfanga og var ánægður með að vera svo kjarkaður að geta stillt mig um að naga burt útlimi. En, bíðið hæg. Þá var um að ræða Íslenskt mál að fornu I. Nú á fimmtudaginn lauk ég síðan síðasta prófinu sem ég tek í mínu B.A.-námi, nefninlega Íslenskt mál að fornu II: back with vengence. Það gekk bara nokkuð vel og ég er enn þá með tvær hendur, tvo fætur og eitt typpi. Já, ég er sem sagt búinn í prófi, þetta var eina prófið sem liggur fyrir þetta vorið, og svo er lífð bara allt í einu byrjað. Sumarið fer í fræði- og ritstörf, því ég ætla skila B.A.-ritgerðinni minni í haust (þ.e.a.s. ef það kemur einhvern tímann haust aftur). Og svo er ég bara kominn með fínt innidjobb í júní og júlí: Reykjavíkurborg ætlar að borga mér fyrir að skrifa, hugsið ykkur.
Og hvað svo? Ja, ég er sko með svaka plön. Ég ætla ekkert nánar út í það núna, en ég er nokkuð viss um næstu þrjú árin verði mjög spennandi hjá mér. Verð bara að passa mig að gera ekki einhvern óléttan. Raunar skylst mér að það sé ómögulegt að gera einhvern óléttan - bara konur geta orðið óléttar, eða svo er mér sagt, og hér eru komin fram enn ein rökin fyrir mig að gerast samkynhneigður, en eins og glöggir lesendur muna eftir daðraði ég við þá hugmynd og Bergþór Pálsson, á sinfóníutónleikum í síðustu viku. (Ég biðst innilega afsökunar á öllu orðasprellinu, það er bara einhvern veginn ekki hægt að stoppa það þegar það byrjar).
(Hér verða ákveðin skil í textanum, bil sem mér reyndist um megn að brúa).
En nóg um mig: ég fór á Kraftverk tónleikanna í Kaplakrika síðasta miðvikudag og var mjög skemmt. Sviðsframkoma Þjóðverjanna var vægast sagt statísk, og ekki alltaf ljóst hvort þeir væru mennskir eða vélmenni, eða sambland af hvoru tveggja: halb Wesen, halb Ding - Mench Machine. Efnisskráin samanstóð af þeirra þekktustu lögum, en út úr samspili tónlistar, myndefnis (einkum hvað varðar hjólreiðar og lífefnafræði) og takmörkunar á hreyfingum þeirra sjálfra mátti lesa einhverja rómantíska hugmynd um mann og vél í einu mengi, og að samrunin væri ekki aðeins óumflýjanlegur heldur öllum í hag, en jafnframt var bent á galla skýlausrar tæknihyggju (Radio-Activitat, Autobahn).
Mest spiluðu Kraftwerk þekkt lög, en með litlum varíasjónum frá plötunum (þau fáu tilbrigði sem ég, óbreyttur og ósjóaður leikmaður, greindi voru stórskemmtileg). Oft spurði maður sjálfan sig hvort nauðsynlegt hefði verið fyrir þá sjálfa að koma, og svarið við þeirri spurningu fékk ég þegar í laginu Die Roboter, stóðu vélmenni fyrir aftan hljómborðin, og lagið hljómaði af pleibakki, meðan Kraftakarlarnir sátu baksviðs og drukku vatn (ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir fúlsi við kaffi). Nei, þannig séð hefði verið óþarfi fyrir þá að koma. Ekki það að tónleikarnir hafi verið leiðinlegir, eða ómerkilegir. Nei, nei, nei. Þetta var eins konar yfirlýsing, eða það held ég. Það vakti athygli mína að vélmennin voru miklu unglegri en sjálfar fyrirmyndirnar. Og þá hvarflaði að mér sagan um myndina af Dorian Gray eftir Oscar Wilde, nema með smá viðsnúning. Hér má gera því skóna að þeir Bartos, Hütter, Flür og Schneider, sem stóðu á sviðinu í Kaplakrika á miðvikudagskvöldið, séu eftirmyndir vélmennanna úr framúrstefnuhljómsveitinni Kraftwerk frá Þýskalandi: það eru þeir sem hrörna og taka á sig spillingu tímans, lifa í minningunni um forna frægð og spila 30 ára slagara í íþróttahúsi á Íslandi - meðan vélmennin, vélarnar, eru föst við sinn keip, síung og falleg.
Svo fór í taugarnar á mér að lögin voru ekki öll á þýsku.
<< Home