Haldiði að strákurinn sé ekki bara búinn að grilla tvo daga í röð, og núna er ég einmitt að gera það upp við mig hvort ég eigi að grilla hérna í vinnunni þriðja daginn í röð. Allar líkur benda til þess. Það er sizzlandi sólarsumarstemning á landi og láði og mig langar bara að spretta út á svalirnar og munda grillspaðann yfir glóandi kolunum. Já, fátt er betra en gott grillkjöt, jú, nema að það sé vel grillað.
Annars langaði mig til að bera undir ykkur dálítið. Ég er nefninlega að velja mér grillnafn þessa daganna, fyrst við erum um það bil að stíga inn í sumarið. Tvö nöfn koma helst til greina: Grill-Geiri og Flaming-Geir. Hvort finnst ykkur betra? Ef þið hafið einhverjar aðrar tillögur, góðar uppskriftir, svo ekki sé minnst á góð grillráð eða tillögur (grilllögur), þá látiði mig vita. Og ekki er úr vegi að láta góða skapið fylgja með.
Annars langaði mig til að bera undir ykkur dálítið. Ég er nefninlega að velja mér grillnafn þessa daganna, fyrst við erum um það bil að stíga inn í sumarið. Tvö nöfn koma helst til greina: Grill-Geiri og Flaming-Geir. Hvort finnst ykkur betra? Ef þið hafið einhverjar aðrar tillögur, góðar uppskriftir, svo ekki sé minnst á góð grillráð eða tillögur (grilllögur), þá látiði mig vita. Og ekki er úr vegi að láta góða skapið fylgja með.
1 Comments:
hvað með the grillenator það er töff og þá geturu líka hannað þér búning.....ylbs
Skrifa ummæli
<< Home