Mig dreymdi að það væri pest. Öllu heldur dreymdi mig að ég væri að leika í leikriti sem fjallaði um að það væri pest en það voru rottur á stærð við ketti út um allt. Og ef ein af rottunum beit mann, sem var óumflýjanlegt (á þessum "tímapunkti" í draumnum var ekki ljóst hvort enn leiksýningin stæði enn þá yfir), varð maður skyndilega haldinn óstjórnlegri og takmarkalausri greddu. Eina leiðin til sporna við sýktum einstakling var að drepa hann með hnífsstungu í kviðinn. Nema hvað, að þegar minn karakter var bitinn, fór ég að spá í hvernig við myndum leika stunguna og einhver sem var nálægur, vanur leikari eða jafnvel leikstjórinn sagði mótleikara mínum að stinga mig bara alvöru. Það átti að vera raunverulegra og ég skyldi bara láta mig hafa það, það væri bara vont fyrst. Nema hvað, þegar hann er um það bil að fara stinga mig skorast ég undan og get ekki hugsað mér að láta stinga mig - mér bíður við tilhugsuninni og sársaukanum. Svo þegar ég hafði loks látið til leiðast vaknaði ég, rétt áður en blaðið fór inn í kviðinn. Raunar náði ég aldrei að leika þessa óstjórnlegu greddu því ég var svo hræddur við að vera stunginn.
Þetta var annar draumurinn. Hinn var flóknari, Simpson-þáttur sem snýst upp í launmorð á hendur mér. Ég nenni ekki að fara út í það núna. Draumar eru jú í eðli sínu heimskulegir.
Þetta var annar draumurinn. Hinn var flóknari, Simpson-þáttur sem snýst upp í launmorð á hendur mér. Ég nenni ekki að fara út í það núna. Draumar eru jú í eðli sínu heimskulegir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home