mánudagur, janúar 12, 2004

Það bætist ekkert við. Kannski er ég bara búinn að segja allt sem ég hef að segja, og eftir næstum 23 ár þá hef ég dregið líf mitt saman í lygasögur og gróteskan þankagang um þessar lygasögur. Nei, þessi samdráttur er ekki lýsandi, það er bara myndin sem ég dreg upp því mér leiðist. Líf mitt er í raun fullt af atvikum og hlutum og endurtekningum, venjulegum endurtekningum, sem ég hef ekki enn haft fyrir því að tíunda út af því að mér hefur ekki enn leiðst svo mikið. Það er að sjálfusögðu ósanngjarnt af mér að draga undan, bara af því að það sem ég hef að segja er ómerkilegt, meðan þið bíðið óþregjufull eftir að geta drukkið í ykkur smásmugulegustu ítaratriðin í tilveru minnar eins og eitur af kaleik.

Ég hef þurft að tauta sjálfan mig í svefn síðustu vikuna, allt frá því að ég áttaði mig á því að þessi síða gerir mig að aðhlátursefni. Ég fékk nefninlega ummæli 2. janúar síðastliðinn þar sem slegið var upp hlutum úr gagnrýni Sigurjóns Kára Aðalsteinssonar um þessa heimasíðu. Þar var farið (l)ofsamlegum orðum um skrif mín og var ekki laust við að ég yrði örlítið upp með mér. Ekki laust við er þó ekki nema úrdráttur því ég var í sjöunda himni og hélt að ég hefði náð tengingu við einhvern málsmetandi mann. En annað kom á daginn. Ekkert bendir nefninlega til að Sigurjón Kári Aðalsteinsson sé til, hvergi kemur nafn hans fyrir á veraldarvefnum, og samkvæmt þjóðskrá er enginn með því nafni ríkisborgari á Íslandi. Þetta var gabb.

Ég hef sumsé ekki átt sjö dagana sæla. ,,En hvað um það" hugsaði ég. ,,Ef engum finnst þetta, þá gerir enginn sér vonir um að ég bæti mig" hugsaði ég jafnframt. ,,Ég get skrifað um hvað sem mér dettur í hug, hversu lítið vægi sem það kann að hafa í lífsins hringrás og lögmálaskipulagi heimsins" hugsaði ég enn fremur. Og núna líður mér bærilega og ætla að segja frá áfanga í mínu lífi. Það hafa nefninlega orðið þau vatnaskil að ég hef lokið námskeiðinu Íslenskt mál að fornu I og fékk einkunina 7. Það er reyndar lægst einkunin sem ég hef fengið í mínu námi, en ef ég get reitt mig á að lesendur mínir hafi minni, þá ætti þeim að vera kunnugt um að ég hef haft lítið yndir af þessu námskeiði, og e.t.v. ekki að vænta betri árangurs, nema ef ég hefði afneitað persónuleika mínum og horfst í augu við að líkami minn er ekki annað en vél í höndum fornmálssérfræðinga. Ég tók þann pólinn í hæðina að knýja líkama minn áfram af hugsjónum og miðað við þær tiktúrur mínar verður einkunin að teljast ásættanleg.

Það fannst handalausa manninum líka, en eins og þeir lesendur mínir sem hafa minni ætti að vera í fersku slíku, þá komst hann aldrei í gegnum námskeiðið því hann nagaði af sér hendurnar vegna leiðinda (sbr. ég sjálfur 19. nóvember 2003) og þurfti í kjölfarið að leggjast inn. Hann varð heldur en ekki ánægður með árangur minn og sagðist vera tilbúinn að njóta ásta með mér. Ég svaraði þessu ekki og lét ummælin í léttu rúmi liggja uns ég fann stubbana hans nema við rassinn á mér þegar ég beygði mig eftir eftir blöðum sem hann þóttist hafa misst (engar hendur sjáiði til). Eftir þó nokkrar fortölur féllst ég á hann fróaði mér, af því að hann sótti það svo stíft og svo var ég forvitinn. Og ég tilkynni hér með að það var ekkert sérstaklega gott og mjög vandræðalegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home