Konan á Hverfisgötunni er ekki lengur til. Hún er reyndar ekki dáinn, sem betur fer, og er enn þá kona, sem betur fer, en örgrant er um að hún búi á Hverfisgötunni lengur. Núna býr hún á Seltjarnarnesi og þar vaknaði ég í morgun og var ekki alveg viss hvar ég væri niðurkominn, því ég var mjög ölvaður í gærkvöldi, enda drakk ég duglega úr rommflöskunni minni áður en ég missti hana í gólfið þegar ég var í Cocktail-leik, með þeirri afleiðingu að flaskan mölbrotnaði, en um þetta ætla ég að hafa sem fæst orð því djamm er hálfgert tabú á þessari síðu, það er hægt að lesa um þess háttar svo víða og yfirleitt er þetta allt eins, þ.e. bæði djammið sjálft og frásagnir af því, en ég kemst þó ekki frá að segja frá býsna skemmtilegum drykkjuleik...nei, ég læt ekki hafa mig út í svona froðu...og þó ég vil segja frá þessu...nei...jú, þannig er að Ylfa fann upp drykkjuleikinn Heyr mitt ljúfasta lag sem gengur út á að leikmenn skiptast á að syngja íslensk dægurlög og ef hinum leikmönnunum finnst lagið leiðinglegt þá verða þeir að drekka. Þessi leikur er þó skárri en spurningaspilið Ísland sem er til háborinnar skammar fyrir mannkyn allt, en aðrir gestir í þessari veislu voru að reyna að spila það spil þegar ég kom...djöfull var þetta leiðinleg frásögn...þegiðu!...
Og já, alveg rétt, eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ég ekki dáinn. Það var svo mikil rigning og slabb þegar ég lauk skriftum að ég nennti ekki út í sjoppu að kaupa eldspýtur. Síðan verður líka einhver að sitja við tölvuna og hvetja fólk áfram, stjórna aðgerðum, keyra baráttuna áfram, setja saman slagorðin og svona.
En af því að ég hóf mál mitt með því að fjalla um konuna á Seltjarnarnesi er best að ég endi á sama stað. Við horfðum nefninlega á ansi merkilega mynd um helgina, miklu merkilegri en strjúparíðingar Hrafns Gunnlaugssonar. Þessi mynd sem við sáum er 30 ára gömul mynd sem námsgagnastofnun dreyfir og fjallar um termíta. Reyndar hef ég séð hana oft áður og notaði tímann til að skaka mér á meðan Katrín horfði á myndina. En hvað sem því líður er líf og þjóðfélagsskipulag termíta magnað fyrirbæri, termítar hafa á að skipa einstaklega markvissri stéttskiptingu sem enginn deilir um og eru því aldrei erjur innan búsins. Það er engin leið fyrir mig að miðla snilldinni hérna. Takið þið bara myndina Leirkastalar á Borgarbókasafninu, þ.e. eftir að ég man eftir að skila henni.
Og já, alveg rétt, eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ég ekki dáinn. Það var svo mikil rigning og slabb þegar ég lauk skriftum að ég nennti ekki út í sjoppu að kaupa eldspýtur. Síðan verður líka einhver að sitja við tölvuna og hvetja fólk áfram, stjórna aðgerðum, keyra baráttuna áfram, setja saman slagorðin og svona.
En af því að ég hóf mál mitt með því að fjalla um konuna á Seltjarnarnesi er best að ég endi á sama stað. Við horfðum nefninlega á ansi merkilega mynd um helgina, miklu merkilegri en strjúparíðingar Hrafns Gunnlaugssonar. Þessi mynd sem við sáum er 30 ára gömul mynd sem námsgagnastofnun dreyfir og fjallar um termíta. Reyndar hef ég séð hana oft áður og notaði tímann til að skaka mér á meðan Katrín horfði á myndina. En hvað sem því líður er líf og þjóðfélagsskipulag termíta magnað fyrirbæri, termítar hafa á að skipa einstaklega markvissri stéttskiptingu sem enginn deilir um og eru því aldrei erjur innan búsins. Það er engin leið fyrir mig að miðla snilldinni hérna. Takið þið bara myndina Leirkastalar á Borgarbókasafninu, þ.e. eftir að ég man eftir að skila henni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home