föstudagur, janúar 02, 2004

Sjónvarpsgagnrýni

Gleðilegt ár!

Ég var búinn að gera drög að einhvers konar áramótavarpi í höfðinu, sem átti að fjalla um eitthvað þurrprumpulegt eins og alltaf þegar ég þykist vera háfleygur. Ég kom aldrei í verk að skrifa það og eftir að hafa sett það í pækil í nokkra daga sé ég að þetta var bara áframhald af þeirri núll-heimspeki sem ég hef haft í frammi hér á síðunni síðasta hálfa misserið; sama bullið um ekkert, illa uppdubbað í gáfulegan búning, innihaldslaust prump um blablablablablablablablablablablablablablablablablabla.

En geigvænleg teikn birtust um áramótin, og urðu til þess að ég setti loftkenndar hugmyndir mínar um ekkert á hakann og snéri til jarðarinnar. Og nú loksins er mér mikið niðri út af einhverju sem átti sér stað í þessum heimi. Já, ég er yfir mig hneykslaður og raunar sleginn í rot yfir þeim fáheyrða viðbjóði sem Ríkissjónvarpið skvetti eins og rafgeymasýru framan í landsmenn, fullorðna jafnt sem börn.

Fyrst ber að nefna áramótaskaup sjónvarpsins, sem var fyrir neðan allar hellur. Ég legg til að þeir, og þeirra nánasta fjölskylda, verði limlest og svívirt í strjúpann. Þetta er reyndar ekki frumleg tillaga hjá mér (síðustu tvær eða þrjár færslur hafa snúist um einmitt þetta) en mér finnst hún viðeigandi. Til að sýna lit skala ég reyna að toppa hana: Hvernig væri að Hrafn Gunnlaugsson myndi ásamt ríkisstjórninni troða limi sínum í strjúpann á leikstjórum og handritshöfundum þessarar viðurstyggðar.

Nei, það væri fulllangt gengið. Enginn á slíkt skilið og ég skil ekki hvaðan ég fæ þessar hugmyndir. Og þó! Mér dettur einn í hug. En þá stöndum við frammi fyrir röklegum vanda. Hann er sá að Hrafn sjálfur er einmitt sá sem á skilið að Hrafn Gunnlaugsson fái vilja sínum framgengt við afskræmt lík hans, rétt eins og hann hefur þvingað vilja sínum og afskræmdu líki huga síns upp á þjóðina og heiminn. Það var þessi viðurstyggilega mynd hvers nafn ég vart þori að nefna, Opinberun Hanne... nei gefið mér salt að eta svo tunga mín skorpni og harmur minn þagni, gefið mér rafgeymasýru í andlitið, gefið mér endaþarmsmök við Hallgrímskirkjuturn. Full djúpt í árina tekið? Það er þá ekki við mig að sakast.

Reyndar verð ég að viðurkenna að ég enntist ekki yfir öllum soranum, þegar myndin var rúmlega hálfnuð hrökklaðist ég kjökkrandi frá skjánum og var aldeilis búinn að fá nóg. Fyrst ber að nefna að efni myndarinnar er býsna ófrumlegt, eitthvað sem t.d. Orwell og Andri Snær og margir fleiri hafa gert mun betur. Það er reyndar ekkert nauðsynlegt að vera alltaf frumlegur, altént ég ekki barnanna bestur hvað það varðar. En ef maður hefur ekki frumleika og ætlar að apa einhverjar klisjur upp eftir öðrum, þá verður maður að gera það vel. Umrædd mynd bjó ekki yfir neinu góðu. Hún var t.d. illa leikinn þrátt fyrir að leikararnir hafi greinilega allir verið af vilja gerðir. Sennilega er handritinu þar um að kenna. Það var sérstaklega vont, textinn óþjáll og rytmalaus, samtölin voru ósannfærandi og ómarkviss, sem og ,,framvinda" sögunnar sem var ruglingsleg og náði engan veginn að skapa mótvægi við hversu óáhugaverðar persónurnar voru. Og svo var hún bara leiðinleg og langt, langt frá því að vera fyndin.

Og svo eru herlegheitinn bara sett beint í bíó, til að "réttlæta" styrkveitingu úr kvikmyndasjóði. Þetta er sjálfsagt líka gert til að fólk fái tækifæri til að mótmæla opinberlega. Og ég mælist til þess að við mótmælum. Ég mæli með fjöldasjálfsmorðum, t.d. að fólk fari á myndina og kveiki í sér í sýningarsalnum (það ætti ekki að verða erfitt eftir að myndin er hafin). Reyndar kallar það á að fólk kaupi miða á myndina, sem er ekki réttlækanlegt undir nokkrum kringumstæðum. Ég ætla því bara að kveikja í mér núna hérna við tölvuna, ég er búinn að hella yfir mig bensíni og ætla að drífa mig út í sjoppu að kaupa eldspýtur. En ekki gráta mig. Núna, þegar ævi mín er um það bil að taka enda, skil ég loksins muninn milli góðs og ills og það er meira en flestir geta sagt. Góðar stundir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home