Ég má til með að útlista nánar mína hlið málsins, gera atvikum betri skil, a.m.k. eins og þau snúa að mér. Á sinni heimasíðu hefur sá handalausi hefur nefninlega látið gamminn geysa um hvernig kynni okkar hafa þróast og sagt mig fara með fleipur. Til að taka af öll tvímæli ætla ég að segja söguna eins ítarlega og mér er unnt:
Þannig var að síðastliðinn að á mánudag í síðustu viku var einkunn mín í umræddu námskeiði færð upp á tölvukerfi Háskólans. Ég hringdi, jafnóðum og ég vissi að ég hefði náð, í farlama vin minn og sagðist ætla kíkja í heimsókn og tjá honum óvænt tíðindi. Hann bað mig um að koma við í Kveldúlfi í leiðinni og kippa með ýmsu sem hann vanhagaði um: Mjólkurlíter, tvo þrumara frá Kökugerðinni á Selfossi (ekki frá Myllunni), tvo pakka af Prins, kindakæfu, lítið sérsaltað smjörstykki og, síðast en ekki síst, poka af kleinum í tilefni dagsins, sennilega hefur hann grunað á hverju ég lumaði.
Eftir þó nokkra bið tókst hon loks að opna fyrir mér og bað mig strax að setja vörurnar inn í ísskáp fyrir sig. Ég varð við þessu og meðan ég setti upp ketilinn spurði hann mig hvaða stórtíðindi ég ætlaði að segja sér. Ég dró upp útprentuna af einkunum og sýndi honum. Hann pýrði augun vel og lengi og bað mig loksins um að setja á sig gleraugun hans, sem ég og gerði, en þá vildi hann að ég rétti sér blöðin. Ég var frekar vantrúaður á að það hefði neitt upp á sig, en vissi ekki hvernig ég ætti að koma orðum að því. Enda kom á daginn að um leið og hann tók við blaðinu missti hann það í gólfið. Jæja, gott og vel, hugsaði ég, ekkert til að gera veður útaf og teygði mig eftir blaðinu.
En sem ég beygði mig niður fann ég hvernig hann strauk handalausum úlnliðunum eftir afturenda mínum, eldsnöggt. Ekkert til að gera veður útaf, hugsaði ég og sagði ekki neitt af ótta við að hafa kannski misskilið eitthvað, já, sennilega hafði ég misskilið eitthvað, hugsaði ég - sagði ekki neitt - fór bara aftur inn í eldhús og hellti upp á.
Við fengum okkur sæti í stofunni og ég setti hálfa kleinu upp í hann og gaf honum að súpa kaffi. ,,Mikið var þetta gott ljúfur, en langar þig ekki að fá soldið gott í kroppinn." Ég hef aldrei verið ginkeyptur fyrir pikköpp-línum, og það allra síst frá manni af sama kyni með engar hendur. Ég vil þó líta á mig sem fordómalausan mann og vildi ekki gera lítið úr því að miðaldra maður hafi kynhvöt, hvað þá að vanvirða kynhneigð hans, þannig að ég sagði ,,Jæja, sástu Opinberun Hannesar" svona til að slá ryki í augu hans. En handalausi maðurinn var greinilega ekki ginkeyptur fyrir neinum línum frekar en ég. ,,Ég krefst þess að við höfum mök" sagði hann.
Ég tjáði handlama vini mínum að ég gæti ekki orðið við þessari kröfu, en hann lét það ekki á sig fá, heldur hélt hann áfram að biðla til mín með þvílíku orðalagi, að ég sem sómakær ungur með eðlilegar, hreinar hugsanir treysti mér ekki til að menga orðræðu mína með því að hafa það eftir. Til að gera langa sögu stutta hafnaði ég alfarið boðum hans um samfarir.
Hann gafst ekki upp fyrr en í fulla stubbana, en stakk þá upp á málamiðlun. Kálkinn á honum titraði örlítð og ég gat ekki betur séð en að tár væri u.þ.b. að læðast undan vinstra augnlokinu. ,,Hvað segirðu um að ég frói þér?" Ég álít mig vera góða og fordómalausa manneskju, óhræddann við að prófa nýja hluti. Ég þurfti samt að hugsa mig um. Jú, fjandinn hafi það, hverju hef ég að tapa, hugsaði ég, hvað er það versta sem gæti gerst, að ég fengi eitthvað útúr því? Ég yrði þá a.m.k. reynslunni ríkari. Ég tjáði vini mínum að ég væri tilbúinn til að prófa.
Það versta við þetta var hvað þetta virtist ætla að taka langann tíma. Og svo auðvitað lyktin af Carbonide-kreminu. Fljótlega eftir að við byrjuðum sá ég að þetta hefði verið slæm hugmynd. Ég var oft við það að spyrja hann hvort við ættum ekki bara að sleppa þessu en kunni einhvern veginn ekki við það. Einu sinni spurði ég hvort ég ætti kannski að gera þetta sjálfur, en hann brást ókvæða við og sagði að þá gæti ég alveg eins bara gert þetta einn heima hjá mér. Sjálfsagt er það rétt hjá honum, alltént stöðvaði ég hann ekki. Hvað sem sagt verður um þessa athöfn, verður ekki sagt að hann hafi vantað eldmóðinn. Á tímabili gerði hann tilraun til að nota fæturnar en það gerði bara illt verra. Fyrir ókunnuga skal það tekið fram að handalausi maðurinn er ekki ófríður maður, nokkuð karlmannlegur, þykkt skegg og lítið hrukkaður miðað við aldur, en kannski ekki mín týpa.
Þegar hann stóð upp til að ná í handklæði, brast loksins síðasta þolrifið. Ég varð djúpt haldinn af einhverri ókennilegri tilfinningu, og aðstæðurnar fóru að þjaka mig á þann hátt að ég gat ekki umborið þær lengur. Ég þurkaði mér í sófapullu, hysjaði upp um mig og rauk út, áttaði mig á því í stigaganginum að ég hafði gleymt jakkanum mínum, en gat ekki snúið við. Ég skil vel að hann sé reiður, en að einhverju leyti getur hann sjálfum sér um kennt. Ég er að manna mig upp í að hringja í hann, til að spjalla og til að spyrja eftir jakkanum mínum, en það er alltaf svo erfitt að ræða málin í gegnum síma þegar tilfinningar eru í spilinu.
Þannig var að síðastliðinn að á mánudag í síðustu viku var einkunn mín í umræddu námskeiði færð upp á tölvukerfi Háskólans. Ég hringdi, jafnóðum og ég vissi að ég hefði náð, í farlama vin minn og sagðist ætla kíkja í heimsókn og tjá honum óvænt tíðindi. Hann bað mig um að koma við í Kveldúlfi í leiðinni og kippa með ýmsu sem hann vanhagaði um: Mjólkurlíter, tvo þrumara frá Kökugerðinni á Selfossi (ekki frá Myllunni), tvo pakka af Prins, kindakæfu, lítið sérsaltað smjörstykki og, síðast en ekki síst, poka af kleinum í tilefni dagsins, sennilega hefur hann grunað á hverju ég lumaði.
Eftir þó nokkra bið tókst hon loks að opna fyrir mér og bað mig strax að setja vörurnar inn í ísskáp fyrir sig. Ég varð við þessu og meðan ég setti upp ketilinn spurði hann mig hvaða stórtíðindi ég ætlaði að segja sér. Ég dró upp útprentuna af einkunum og sýndi honum. Hann pýrði augun vel og lengi og bað mig loksins um að setja á sig gleraugun hans, sem ég og gerði, en þá vildi hann að ég rétti sér blöðin. Ég var frekar vantrúaður á að það hefði neitt upp á sig, en vissi ekki hvernig ég ætti að koma orðum að því. Enda kom á daginn að um leið og hann tók við blaðinu missti hann það í gólfið. Jæja, gott og vel, hugsaði ég, ekkert til að gera veður útaf og teygði mig eftir blaðinu.
En sem ég beygði mig niður fann ég hvernig hann strauk handalausum úlnliðunum eftir afturenda mínum, eldsnöggt. Ekkert til að gera veður útaf, hugsaði ég og sagði ekki neitt af ótta við að hafa kannski misskilið eitthvað, já, sennilega hafði ég misskilið eitthvað, hugsaði ég - sagði ekki neitt - fór bara aftur inn í eldhús og hellti upp á.
Við fengum okkur sæti í stofunni og ég setti hálfa kleinu upp í hann og gaf honum að súpa kaffi. ,,Mikið var þetta gott ljúfur, en langar þig ekki að fá soldið gott í kroppinn." Ég hef aldrei verið ginkeyptur fyrir pikköpp-línum, og það allra síst frá manni af sama kyni með engar hendur. Ég vil þó líta á mig sem fordómalausan mann og vildi ekki gera lítið úr því að miðaldra maður hafi kynhvöt, hvað þá að vanvirða kynhneigð hans, þannig að ég sagði ,,Jæja, sástu Opinberun Hannesar" svona til að slá ryki í augu hans. En handalausi maðurinn var greinilega ekki ginkeyptur fyrir neinum línum frekar en ég. ,,Ég krefst þess að við höfum mök" sagði hann.
Ég tjáði handlama vini mínum að ég gæti ekki orðið við þessari kröfu, en hann lét það ekki á sig fá, heldur hélt hann áfram að biðla til mín með þvílíku orðalagi, að ég sem sómakær ungur með eðlilegar, hreinar hugsanir treysti mér ekki til að menga orðræðu mína með því að hafa það eftir. Til að gera langa sögu stutta hafnaði ég alfarið boðum hans um samfarir.
Hann gafst ekki upp fyrr en í fulla stubbana, en stakk þá upp á málamiðlun. Kálkinn á honum titraði örlítð og ég gat ekki betur séð en að tár væri u.þ.b. að læðast undan vinstra augnlokinu. ,,Hvað segirðu um að ég frói þér?" Ég álít mig vera góða og fordómalausa manneskju, óhræddann við að prófa nýja hluti. Ég þurfti samt að hugsa mig um. Jú, fjandinn hafi það, hverju hef ég að tapa, hugsaði ég, hvað er það versta sem gæti gerst, að ég fengi eitthvað útúr því? Ég yrði þá a.m.k. reynslunni ríkari. Ég tjáði vini mínum að ég væri tilbúinn til að prófa.
Það versta við þetta var hvað þetta virtist ætla að taka langann tíma. Og svo auðvitað lyktin af Carbonide-kreminu. Fljótlega eftir að við byrjuðum sá ég að þetta hefði verið slæm hugmynd. Ég var oft við það að spyrja hann hvort við ættum ekki bara að sleppa þessu en kunni einhvern veginn ekki við það. Einu sinni spurði ég hvort ég ætti kannski að gera þetta sjálfur, en hann brást ókvæða við og sagði að þá gæti ég alveg eins bara gert þetta einn heima hjá mér. Sjálfsagt er það rétt hjá honum, alltént stöðvaði ég hann ekki. Hvað sem sagt verður um þessa athöfn, verður ekki sagt að hann hafi vantað eldmóðinn. Á tímabili gerði hann tilraun til að nota fæturnar en það gerði bara illt verra. Fyrir ókunnuga skal það tekið fram að handalausi maðurinn er ekki ófríður maður, nokkuð karlmannlegur, þykkt skegg og lítið hrukkaður miðað við aldur, en kannski ekki mín týpa.
Þegar hann stóð upp til að ná í handklæði, brast loksins síðasta þolrifið. Ég varð djúpt haldinn af einhverri ókennilegri tilfinningu, og aðstæðurnar fóru að þjaka mig á þann hátt að ég gat ekki umborið þær lengur. Ég þurkaði mér í sófapullu, hysjaði upp um mig og rauk út, áttaði mig á því í stigaganginum að ég hafði gleymt jakkanum mínum, en gat ekki snúið við. Ég skil vel að hann sé reiður, en að einhverju leyti getur hann sjálfum sér um kennt. Ég er að manna mig upp í að hringja í hann, til að spjalla og til að spyrja eftir jakkanum mínum, en það er alltaf svo erfitt að ræða málin í gegnum síma þegar tilfinningar eru í spilinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home