Die Nacht des deutschen Schlager
Um helgina fann ég fyrir veikindum, sleni og hita, sem er enn eitt merki þess að aldurinn sé farinn að færast yfir mig. Enn eitt segi ég því að flestir samnemendur mínir í þýskuskólanum eru á aldursbilinu 16 - 19 ára og halda valla haus yfir bókunum á morgnana vegna timburmanna eftir næturvist á diskótekum við Alexanderplatz. Ekki bætir úr skák að hitinn í Berlín hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og á mánudaginn keyrði um þverbak, náði um 38 eða 39 gráðum, sem ku vera mesti hiti í hér um slóðir í 50 ár. Hvað sem því líður var ég á sunnudagskvöldið, þegar veikindin herjuðu á mig, langt frá því í stakk búinn til að sökkva mér í þýskar bókmenntir eða bregða mér út úr húsi til að mynda náin vitsmunaleg tengsl við íbúa heimsborgarinnar á þeirra tungu - en það var jú yfirlýstur tilgangur ferðarinnar. Þannig að ég kveikti á sjónvarpinu í von um að með þeim hætti gæti ég innbyrt þýska menningu áreynslulaust. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum; meðal þess sem var á dagskránni þetta kvöld var heimildamynd um ostagerð og ferðaþáttur þar sem fjallað var um litla bruggverksmiðju með bjórgarði sem liggur við stöðuvatn í nágrenni við stórborg. Það sem vakti þó mesta athygli mína var þáttur sem hófst á rbb um níuleytið. Þegar ég kom inn í dagskrána voru á skjánum svipmyndir af miðaldra fólki og eldri borgurum að taka pylsur og ávexti upp úr nestiskörfum og koma sér þægilega fyrir með bjór í plastglösum á leikvangi með íburðarmiklu sviði fyrir miðju. Og áður en langt var liðið tilkynnti þulur að nú væri að hefjast útsending frá söngdagskránni Die Nacht des deutchen Schlager 2006, nú tækju við hátt í 15 klukkustundir af því besta sem þýsk slagaratónlist hefur upp á að bjóða. Raunar var þátturinn ekki nema tvær klukkustundur, sennilega hefur hann verið klipptur þannig til að sjónvarpsáhorfendur fengju að sjá bestu bitana. En ég horfði á þáttinn allan og þótti mikið til koma.
Slagaraformið er háttur sem hefur ekki náð að hastla sér völl í íslenskri dægurmenningu. Meðal þeirra íslensku dægursöngvara sem helst sverja sig í ætt við formið má nefna Geirmund Valtýrsson, André Bachman og ef til vill þá smelli Herberst Guðmundssonar sem ekki hafa (enn) fangað hylli fólks á erlendri grundu. Af þessu má dæma að í slagarasöng kennir ýmissa grasa, það er farið um víðan völl og stefnt saman áhrifum og straumum úr dægurtónlist frá öllum löndum og öllum tímum. Þannig má heyra í sömu dagskránni sambatakta, smá kántrý, ballöður, kímni og skop, og jafnvel rapp og hipp hopp (án pólitískrar ádeilu og/eða meðvitaðar kvenfyrirlitningar). Sameiginlegt einkenni slagara er þó áreynsluleysi; lögin nánast undantekningarlaust útsett á skemmtara og krefjast lítillar hugsunar eða skilnings. Framsækni er ekki til eftirbreytni - eftirbreytni er til erftirbreytni. Því er stefnan öllum aðgengileg. Lifandi flutningur er líka oftar en ekki formsatriði og virðist það vera hinum dæmigerða slagaraáhanganda nóg, að sjá uppáhalds tónlistarmanninn hreyfa varirnar og dilla sér af innlifun og gleði. Fáum ætti að dyljast að slagarar eru nánast alltaf leiknir af bandi þegar um ,,lifandi" flutning er að ræða.
Eins og nærri má geta var eitthvað fyrir alla í dagskránni. Sum atriðin féllu mér raunar betur í geð en önnur, en þegar eitt lagið nær ekki tilætlaðri ómþýðu eða er ekki til þess fallið að syngja með, er tilvalið að bregða sér á klósettið og kasta af sér þvagi eða saur. Þannig missir maður ekki af neinu sem skiptir máli. Bíð ég nú spenntur eftir Nótt hinna þýsku slagara 2007.
Die Nact des deutchen Schlager
Add to My Profile | More Videos
Um helgina fann ég fyrir veikindum, sleni og hita, sem er enn eitt merki þess að aldurinn sé farinn að færast yfir mig. Enn eitt segi ég því að flestir samnemendur mínir í þýskuskólanum eru á aldursbilinu 16 - 19 ára og halda valla haus yfir bókunum á morgnana vegna timburmanna eftir næturvist á diskótekum við Alexanderplatz. Ekki bætir úr skák að hitinn í Berlín hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og á mánudaginn keyrði um þverbak, náði um 38 eða 39 gráðum, sem ku vera mesti hiti í hér um slóðir í 50 ár. Hvað sem því líður var ég á sunnudagskvöldið, þegar veikindin herjuðu á mig, langt frá því í stakk búinn til að sökkva mér í þýskar bókmenntir eða bregða mér út úr húsi til að mynda náin vitsmunaleg tengsl við íbúa heimsborgarinnar á þeirra tungu - en það var jú yfirlýstur tilgangur ferðarinnar. Þannig að ég kveikti á sjónvarpinu í von um að með þeim hætti gæti ég innbyrt þýska menningu áreynslulaust. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum; meðal þess sem var á dagskránni þetta kvöld var heimildamynd um ostagerð og ferðaþáttur þar sem fjallað var um litla bruggverksmiðju með bjórgarði sem liggur við stöðuvatn í nágrenni við stórborg. Það sem vakti þó mesta athygli mína var þáttur sem hófst á rbb um níuleytið. Þegar ég kom inn í dagskrána voru á skjánum svipmyndir af miðaldra fólki og eldri borgurum að taka pylsur og ávexti upp úr nestiskörfum og koma sér þægilega fyrir með bjór í plastglösum á leikvangi með íburðarmiklu sviði fyrir miðju. Og áður en langt var liðið tilkynnti þulur að nú væri að hefjast útsending frá söngdagskránni Die Nacht des deutchen Schlager 2006, nú tækju við hátt í 15 klukkustundir af því besta sem þýsk slagaratónlist hefur upp á að bjóða. Raunar var þátturinn ekki nema tvær klukkustundur, sennilega hefur hann verið klipptur þannig til að sjónvarpsáhorfendur fengju að sjá bestu bitana. En ég horfði á þáttinn allan og þótti mikið til koma.
Slagaraformið er háttur sem hefur ekki náð að hastla sér völl í íslenskri dægurmenningu. Meðal þeirra íslensku dægursöngvara sem helst sverja sig í ætt við formið má nefna Geirmund Valtýrsson, André Bachman og ef til vill þá smelli Herberst Guðmundssonar sem ekki hafa (enn) fangað hylli fólks á erlendri grundu. Af þessu má dæma að í slagarasöng kennir ýmissa grasa, það er farið um víðan völl og stefnt saman áhrifum og straumum úr dægurtónlist frá öllum löndum og öllum tímum. Þannig má heyra í sömu dagskránni sambatakta, smá kántrý, ballöður, kímni og skop, og jafnvel rapp og hipp hopp (án pólitískrar ádeilu og/eða meðvitaðar kvenfyrirlitningar). Sameiginlegt einkenni slagara er þó áreynsluleysi; lögin nánast undantekningarlaust útsett á skemmtara og krefjast lítillar hugsunar eða skilnings. Framsækni er ekki til eftirbreytni - eftirbreytni er til erftirbreytni. Því er stefnan öllum aðgengileg. Lifandi flutningur er líka oftar en ekki formsatriði og virðist það vera hinum dæmigerða slagaraáhanganda nóg, að sjá uppáhalds tónlistarmanninn hreyfa varirnar og dilla sér af innlifun og gleði. Fáum ætti að dyljast að slagarar eru nánast alltaf leiknir af bandi þegar um ,,lifandi" flutning er að ræða.
Eins og nærri má geta var eitthvað fyrir alla í dagskránni. Sum atriðin féllu mér raunar betur í geð en önnur, en þegar eitt lagið nær ekki tilætlaðri ómþýðu eða er ekki til þess fallið að syngja með, er tilvalið að bregða sér á klósettið og kasta af sér þvagi eða saur. Þannig missir maður ekki af neinu sem skiptir máli. Bíð ég nú spenntur eftir Nótt hinna þýsku slagara 2007.
Die Nact des deutchen Schlager
Add to My Profile | More Videos