fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Handalausi maðurinn skrifar í dag að hann samfagni sporgöngu Búnaðarbankamannsins í réttindamálum fólks með rass á hökunni, og segir Búnaðarbankamálið hvalreka fyrir barráttuna gegn fordómum í íslensku samfélagi. Hann segir jafnframt að ég sé tilfinningalaust svín sem spyrji of margra spurninga og að ég kunni ekki að skammast mín. Augljóst að hann er ekki að átta sig á hvor okkar er handalaus.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Ég hætti að vinna kl. 4 nú síðdegis (meðan enn var sunnudagur), en þurfti að mæta aftur kl. 11 og hér sit ég. Megninu af þessum tí­ma milli 4 og 11 varði ég í­ að horfa á sjónvarp og þar sem ég var einmitt staddur í­ einu af þeim húsum í miðbæ Reykjavíkur þar sem Rúv er eina stöðin sem næst, horfði ég á alla daskráliði þeirrar stöðvar til kl. 9. Get ég því­ vottað fyrir að Ríkissjónvarpið er ekki að standa sig í­ stykkinu. (Hér vil ég sérstaklega taka fram að ekki er um að ræða það alræmda og dæmigerða stí­lbragð undirritaðs að segja nákvæmlega andstæðuna við það sem hann hugsar. Hér er um einlæga skoðun að ræða og er undirritaður ekki að fela sig bakvið íróní­skt háð, a.m.k. ekki enn þá. Gera má ráð fyrir að undirritaður hefji að bulla síðar í­ textanum og verður bullið þá sérstaklega stjörnumerkt fyrir óvana (þ.e. svona *)).

Fyrsti þátturinn sem ég tek fyrir er Stundin okkar. Í þeim þætti þykjast tveir leikarar vera hálfvitar og benda á augljósustu hluti eins og þeir séu það nýjasta af nálinni. Allir vita hvað fiðla er og hvernig hún virkar, og hvernig íslenski fáninn lí­tur út, nema kannski nokkur börn en *börn eru heimsk og enginn skyldi taka mark á þeim hvort er er. Væri ekki nær lagi að fjalla um eitthvað sem er í­ deiglunni og enginn konkret botn hefur fengist í­ enn þá, frekar en að reyna að varpa ljósi á eitthvað sem er ljósara en dagurinn? T.d. myndi það án efa pipra þáttinn ef stjórnendurnir eignuðust barn. *Þá gæti þátturinn verið ágætur grundvöllur fyrir umræðuna um seinfæra foreldra og öðlast þannig samfélagslegan brodd. Áleitnar spurningar eru miklu áhugaverðara sjónvarpsefni en tvö fífl að gaspra um eitthvað sem segir sig sjálft.

Seinna um kvöldið horfði ég á Kastljósið þar sem rætt var við náungann úr Búnaðarbankanum sem er vændur um hlutabréfa misferli. Náunginn reyndi að verjast beittum spurningum þáttastjórnanda en hefði betur haldið sig heima og fróað sér. Hvað sem því líður var þetta ekki það sem ég ætlaði að tala um, enda vakti málefnið engann áhuga hjá mér (eins og ofangreindar málsgreinar bera vott um). Það sem ég vil gagnrýna er að engin, ekki ein, af spurningum þáttarstjórnanna snérist um það sem beinast lá við að spyrja um. Maðurinn var greinilega ekki með munninn fyrir neðan nefið, en það sem var greinilegra var að hann hafði úrgangsop fyrir neðan munninn. Búnaðarbankamaðurinn var nefninlega með rass á hökunn. Ekki halda að mér finnist hann verri maður fyrir vikið, þvert á móti, ég tel býsna vel af sér vikið að ná svona langt í viðskiptalífinu þrátt fyrir þessa fötlun. Auðvitað sjáum við á glæsilegum mönnum eins og *Ben Affleck að menn með andlitsrass sem hafa náð langt en forvitnin er samt sem áður til staðar. Væri úr vegi að spyrja spurninga eins og: ,,Hvernig er að hafa rassinn svona nálægt munninum, verðurðu oft veikur?", ,,Hvernig er að þurfa að skeina á sér hökuna?" eða ,,Ertu giftur?"

Auðvitað hefur þáttarstjórnandinn ætlað að sýna honum að hann væri ekkert afbrigðilegur afþví­ að rasskinnarnar á honum eru fyrir neðan venjulegu kinnarnar. Engu að síður verða afbrigðilegir menn að sætta sig við að þeir geta aldrei verið bara fulltrúar sí­ns sjálfs. Þeir verða sífellt að útskýra sjálfan sig og svala forvitni okkar hinna svo við getum veitt manninum bak við rassinn óskipta athygli okkar. *Þetta er fyllilega sambærilegt því þegar konur komu fram áí dagsljósið og létu að sér kveða í­ þjóðfélaginu. *Spurningar eins og : Hvernig er að hafa engin kynfæri og *Hvernig er að pissa með rassinum? brunnu á vörum okkar. En eftir að þessum spurningum var svarað *gátum við snúið okkur að öðru, t.d. *muninum á álfum og dvergum. Með þessu er ég að segja við Ríkisútvarpið - Sjónvarp: Herðið ykkur!

laugardagur, nóvember 22, 2003

Kæru lesendur!
Ég viðurkenni ykkur sem lesendur. Síðasta færsla mí­n innhélt að miklum hluta lygi og var skrifuð á röngum forsendum. Ég viðurkenni að ég hef sagt einhverju fólki frá þessum skrifum mí­num. Ef enginn í­ heiminum vissi um játningar mínar hér á þessari síðu, hefði ég þá ekki verið opinskárri? Hefði ég ekki skrifað um hluti eins og sórí­asið mitt og nekrófíluna? Jú, sjálfsagt, en ég gerði það ekki af því­ að ég veit að það er fólk þarna úti sem les það sem ég hef fram að færa. Ég veit fyrir ví­st að kona ein, sem býr á Hverfisgötunni og hefur ítrekað skotið yfir mig skjólshúsi síðustu vikur, hefur lesið allar færslur mí­nar til þessa og les vafalaust þessa líka. Ekki vil ég að hún viti að ég riðlist á líkum. Þess vegna skrifa ég ekki um það.

Annar lesandi minn, sem nýkominn er í­ dagsljósið, er handalausi maðurinn sem ég sagði frá um um daginn. Áður en við kvöddumst, eftir fyrstu og einu kynni okkar, benti ég honum á að lesa bloggið mitt. Hann virðist hafa gert það, allaveganna kallar mig oiqweuo8eqw9 í­ nýjasta blogginu sí­nu. Þið getið séð þetta sjálf á <strong>7hfqweu.blogspot.com. Altént segist þetta vanþakkláta gerpi vera hneykslað á umfjöllun minni um nám mitt og það sem hann kallar ,,anti-fornmáls-skoðanir." Hann vill meina að ég tilheyri rótlausri kynslóð og að ég geti ekki skilið, af því­ að ég er spilltur og dekraður, hversu mikilvægt það er að drepa fornamálið áður en það drepur okkur öll. Hann segir að riddarinn drepi ekki drekann meðan hann situr heima og fróar sér, riddarinn verður að mæta drekanum, horfast í augu við hann og freista þess að drepa, ellegar falla sjálfur í valinn eins og sönn hetja. Ég viðurkenni að þetta er sjónarmið út af fyrir sig. En jafnframt krefst ég þess að handalausi maðurinn viðurkenni að það er skrambi gott að hafa hendur svo maður geti á annað borð fróað sér, ákveði maður að sitja heima. Svo getur hann lí­ka vitað að ég ætla að berja hann ef ég sé hann einhvern tí­mann aftur niðrí bæ. Sjáum hvort hann þorir að horfast í­ augu við það.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Þar sem ég hef ekki sagt neinum frá blogginum mínu geri ég ekki ráð fyrir að neinn lesi þessi orð. Þú ert eini lesandinn þinn Friðgeir. Og það er allt í lagi. Þá er enginn nema ég sjálfur sem gerir mig ábyrgan fyrir orðum mínum. Og það er óneitanlega mjög róandi tilhugsun þegar maður er að skrifa, því að ég er nú eiginlega bara fífl, og því kostar það ekki mikið erfiði að ganga í augun á mér, ég veit ekkert hvað er gott og vont hvort sem er, og mér finnst vitleysan sem ég er alltaf að skrifa bara harla góð.
Og þó svo að ég hefði einhverja lesendur, breytti það einhverju? Hefur einhver annar eitthvað merkilegra til málanna að leggja? Er sýn einhvers annars á heiminn meira virði en mín? Svarið er: Nei, sennilega ekki (Svarið er reyndar örugglega Já, en ég kýs að líta framhjá því, ég er hálfgert fífl muniði (eða öllu heldur mannst þú)). Nei, kæri lesandi. Allir halda að þeir séu miklu merkilegri en aðrir. Ég hef fengið minn nasaþef af lífinu - been there, done that, bought the T-shirt - og ég veit alveg að þetta er allt sama pissið og sami kúkurinn. Svo slysast eitt fíflið til að brunda upp í legið á öðru fífli og þá byrjar þett allt upp á nýtt. Og allt endar jú líka á einn veg og það er tilganslau
Skemmtilegur atburður henti mig í­ dag.
Ég var á gangi eftir Hafnarstræti og beygði inn Pósthæsstræti í­ átt að Austurstræti, þegar ég rak augun í mann sem vantaði báðar hendurnar við úlnlið og var að því­ er virtist að nudda stubbunum við kantstein. Við nánari athugun sá ég að hann var að reyna að ná upp lyklum sem lágu í götunni.
- Get ég nokkuð hjálpað? spurði ég og teygði mig eftir lyklunum. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að rétta honum þá en hann benti mér með höfuðhreyfingum á að setja þá í­ jakkavasann sinn, sem ég og gerði.
- Guðlaun, ungi maður, sagði hann og strauk svitann af enninu með hægri strjúpanum.
Ég gat ekki með nokkru móti látið hjá líða að spyrja spurningar sem brann á tungunni.
- Hvað kom eiginlega fyrir þig?
Handalausi maðurinn andvarpaði og leit í­ áttina að hafinu með þroskuðu og tregafullu augnarráði.
-Ég sótti áfangann Íslenskt mál að fornu í­ Háskólanum og nagaði af mér hendurnar af leiðindum.
Ég varð uppnuminn af stolti. Ég mundi skyndilega eftir afhverju ég fór í­ Háskólann. Mig hefur nefninlega frá blautu barnsbeini dreymt um að vera einn af hetjunum sem eru tilbúnar til að fórna lífi og limum til að læra Íslenskt fornmál. Í dag er ég ein af þessum hetjum.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Kæru lesendur!
Bloggið mitt hefur verið ritskoðað og það er ekki einu sinni liðin vika frá fyrstu færslu. Því miður get ég eðli málsins ekki skýrt ítarlega frá málavöxtum að svo stöddu, en það sem ég þori að egja er að pólitískir andstæðingar mínir hafa komið í veg fyrir að ég ljóstri upp um aðgerðir, sem fólust í því að þeir sviptu sjálfa sig meðvitund til að komast hjá því að ljóstra upp um leyndarmál.
Það hryggir mig að atburðir þessarar litríku helgar (þ.e.a.s. þeir sem ég man eftir) verði af þessum sökum að hyljast grárri móðu fyrir augum lesandans.


Og þar sem helginni er lokið, þá er gleði minni allri lokið. Og var rétt í þessu að stíga út úr járnburði þeim er nefndur er Íslenskt mál að fornu. Umtalað er hversu leiðinlegt er að sitja þessa tíma, en leiðinlegt er ekki orðið sem ég hefði valið. Martröð væri sennilega nær lagi. Og þó, það er til lítils að velja orð. Þessi reynsla á sér hvergi hliðstæðu annars staðar í veruleikanum, og þ.m. ekki í tungumálinu, og verður því vart miðlað eða lýst með orðum. Á köflum líður mér eins og ég hafi étið skemmt korn, og þá trúi ég að maðkar nærist á kvikum líkama mínum. Nei, það er ekki hægt að segja frá því, það krefðist þess að ég veldi hinu óorðanlega orð. Mætti ég heldur biðja um að mér verði rænt af Tyrkjum, eða að ég farist úr hungri eftir að allur búfénaður minn deyr af flúor-eitrun í Skaftáreldum. Til að vera jákvæður (en slíkt er mér mjög fjarri skapi) minni ég sjálfan mig á að mæting í tímanna er friðþæging. Ég kemst ábyggilega til himna þegar ég dey.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Svo er komið ad aðgangur að internetinu hefur verið heimilaður hér í­ vinnunni minni og því­ sé ég mig knúinn til að birta mí­nar yfirborðslegustu hugsar opinberlega. Ég skammast mí­n fyrir að þurfa að láta óvandaðar, tilgangslausar og lítilmótlegar athugasemdir um óvandað, tilgangslaust og lítilmótlegt lí­f mitt flakka á jafn tilgangslausum og lítilmótlegum miðli og þess. Hlutaðeigandi bið ég hér með í­ kjölfarið innlegra afsökunar og vona af öllu mínu veika og svarta hjarta að ég fái alla þá kvöl og pí­nu sem ég hef áunnið mér með þessari fyrirlitlegu ákvörðun minni.

En hví­ eru athugasemdir mí­nar svo viðurstyggilegar og hví­ er ég því­lí­kur viðbjóður og raun ber vitni? Jú, athugið lista yfir vinningshafa í­ Galaxy Fitness-keppninni sem fram fór um helgina. Hvar á þeim listum ber að lí­ta nafn mitt? Hvar stendur að Friðgeir Einarsson sé einn af fremstu fitness mönnum landsins? Hvar nema hvergi. Mér hefur mistekist. Ég er skemmt epli. Og ég veit alveg afhverju ég þurfti að lúta í­ gras. Eftir frábæran fyrri dag tognaði ég á brjóstvöpva í­ bekkpressu um kvöldið, og gat ekki gert Rising Sun í­ vaxtaræktarhlutanum. Gerist kaldhæðni örlaganna öllu kaldari. Nei, ekki þótt frjósi í­ helvíti, gæti ógæfan blásið hrímaðri gust.

En járnmaðurinn gefst ekki upp fyrr enn í­ fulla stálhnefanna. Ég þarf kannski að bíða í­ 360 daga eftir næstu Galaxy Fitness-keppni. En þangað til mun ég leggja á mig meira en venjulegir fitness-kappar þola. Sjáiði til, ég er stálmaður. Stálmaður pumpar enn þegar andstæðingurinn er sprunginn, stálmaður lyftir enn þegar ekkert er fyrir neðan hann, stálmaður lætur ekki veggi stoppa sig, stálmaður hleypur í­ gegnum veggi - Stálmaður er ósigrandi og á næsta ári mun ég gera glæsilegustu Rising Sun sem sést hefur í­ heiminum. Stálmaður á sér bakland. Stálmaður er HRIKALEGUR!