sunnudagur, desember 31, 2006

Var ad koma koma ur tveggja daga gongu um throngt og tilkomumikid gljufur sem er kennt vid stokkvandi tigur ut af thodsogu um tigrisdyr sem var elt af veidimanni og stokk yfir gljufrid...sem a sennilega ad syna hvad thad er throngt. Af vandlega athugudu mali vil eg draga thessa sogu i efa, en throngt og tilkomumikid er thad vissulega - engin astaeda til ad efast um thad. Og hatt, fra nedstu fludum til haesta tinds eru 3000 metrar. Eg tok fullt af bradskemmtilegum landslags myndum sem eg veit ad thid getid ekki bedid eftir ad sja, og gud ma vita ad eg get ekki bedid eftir ad syna ykkur thaer. Annars oska eg ykkur ollum (an thess ad tilgrein frekar vid hvern er maelt) gledilegs ars.

föstudagur, desember 29, 2006

Vid alla sem annad bord halda upp a jol vil eg segja gledileg jol. Eins og einhverjir hafa ef til vill ordid varir vid hefur verid toluverd ekla a notkun minni a thessari sidu og eru fyrir thvi ymsar goda astaedur: skortur a fullnaegjandi netsambandi, leti, annir svo eitthvad se nefnt. En nu er eg staddur i ferdamannagildrunni Dali i Yunnan heradi. Her er ekki eidilegt eda ofurraunverulegt um ad litast eins og i verkum eftir samnefndan spaenskan listamann, hitt tho heldur. A ollum gotum eru kaffi hus sem stata af vestraenni matargerd og okeypis internetadgangi, tho thad se fjandanum erfidara ad na sambandi vid netid. Mer hefur tho tekist ad finna her nokkud nothaefa tolvu og aetla eg ad gera mer bragd ur thvi og segja adeins fra ferdum minum.

Eg for med lest fra Peking til borgarinnar Suzhou sem var hrein og skipulogd, med fallegum gordum og pagodum, og nokkurn veginn jafn ospennandi og hun hljomar. Ekki thad ad eg hafi verid ad drepast ur leidindum, thad var bara saralitid ad gera nema hjola um og heimsaekja garda, sem kemst ekki a topp tiu listann minn yfir aesispennandi ferdareynslur. Eg for reyndar i dagsferd til Tongli, Feneyjar Kina, sem eru ju mun skemmtilegri en Feneyjar Italiu, minni i snidum og faerri turistar.

Fra Suzhou for eg til Shanghai sem er akaflega stor borg, og eftir ad hafa komist ad raun um thad med eins dags flakki beid eg ekki bodanna heldur bokadi 26 tima lestarferd til borgar i Fujianheradi sem heitir Xiamen. Eg hafdi haft vedur ad thvi ad thar hefdu islendskir listamenn busetu, sem er vitanlega ekki skynsamleg atilla fyrir akvordun um afangastad, en ferdahandbokin sagdi mer ad thetta vaeri med vinalegri stodum a austurstrond Kina. Thad getur stadist.

Eg hafdi verid i Xiamen i taepa klukkustund thegar eg rakst a auglysingu um opnun a islenskri myndlistasyningu eftir Aslaugu Thorlacius, Finna Arnar og bornin theirra, tha sidegis og akvad ad skella mer. Eftir ad hafa virt fyrir mer syninguna i nokkrar minutur vard einhver thess askynja (vid veitngabordid) ad eg vaeri Islendur. Folk vard forvitid um ferdir minar og mig adur en eg viss af hafdi eg thegid bod um kvoldverd tha um kvoldid og i skotuveislu kvoldid eftir.

Tharna bua tho nokkrir Islendingar ur ollum stettum (s.s. ekki bara listamenn), og faestir af theim eru ad vinna, einhverjir eru a eftirlaunum og einhverjir einfaldlega i frii. their einu sem eru ad gera eithvad eru listamennirnir. En thetta er upp til hopa akaflega gott og gestrisid folk, og thokk se Oddi Bjornssyni, leikskaldi, Beggo, myndlistarkonu og eiginkonu Odds, og allri fjolskyldu theirra thurfti eg ekki ad vera einn a adfangadagskvold, heldur trod mig ut af hangikjoti og fromas.

Eg hekk i Xiamen, i ljufu adgerdarleysi, fram yfir annan i jolum, en thann dag sat eg fyrir i ljosmyndaverki eftir Sigurd Gudmundsson. Ef einhver Islendingur i Xiamen er ad lesa thetta nuna kann eg ollum bestu thakkir og bid fyrir kvedju til allra.

I fyrradag flaug eg sidan til Kunming og tok rutu beint hingad til Dali. Her er vitanlega farid fljott yfir sogu, en thad fer e.t.v. vel saman vid hversu snorp yfirreid min um Kina hefur verid og mun verda tha rumu viku sem eg a eftir.

I dag og i gaer hef eg sidan stundad hjolreidar og atti sennilega einn af hapunktum ferdalagsins thegar eg settist nidur i pinulitlum bae 20 km her fra og settist nidur og horfdi ut a vatnid thar sem heimamenn stunda veidar.

A eftir aetla eg enn ad leggja land undir fot og fara til Lijiang, sem er annar turistalegur smabaer. Um aramotin verd eg sidan sennilega a gongu medfram Gljufri stokkvandi tigurs, en aetli eg segi ekki bara fra thvi thegar thad hefur gerst.

sunnudagur, desember 17, 2006

Aetthagafjotrar: Jolaskemmtun h'er

Eg veit ad bloggid mitt hefur nuna upp a sidkastid verid ansi noldurgjarnt, raunar einkennst af Tjekkovskum umkvortunum, th.e.a.s. ef eg er a lifi og vid goda heilsu kvarta eg yfir ad liggja ekki raendur og myrtur i kinverskri gotu: thess lags maeda leggst a folk i oflaetisfullri vellystingu. Thannig hef eg saknad furdunar, hins einkennilega, thar sem eg hef rafad milli allra oflaetisgrundudu bygginganna og sokt mer i kinverska vellist, ef svo ma komast ad ordi, en listadolgurinn i mer stods ekki matid um daginn og for i hverfi sem hysir fjoldan allan af nutimalistasofnum.

Thad sem thessi ekla a skorti hefur kennt mer, er ad furdan er einstok og skilgreind med augum thess sem skynjar; furdan skytur upp kollinum a augnablikum sem er erfitt ad lysa med ordum, en einhver ykkar hafid kannski sed thau tulkud i bandariskri biomynd sem gerist ad einhverjum hluta a veitingastad vid thjodveg, narraterud af dimmroddudum storleikara med fjarlaeg svibrigdi: kingumstaedur thar sem adkomumadurinn ber kennsl a sjalfan sig i andstaedu sinni: augnibliki af ljodraenni kyrrd, thar sem solarljosid virdist standa kyrrt a rykognunum i loftinu hja glugganum; thogullt, vidkvaemt og feigt i linnulausum stormi breytinga.

Thessi augnablik birtast manni eins og selur undan strond, og madur getur ekki annad en furdad sig a thvi hvada hof hann hefur synt sidan madur sa hann sidast. Kannski er best ad vera sjalfur eins og selur, a stodugu sundi, og adur en madur veit er madur a gangi i fjarlaegri borg, einn og ur samhengi vid uppruna sinn, kannski ad koma ur skodunarferd um Kinamurinn, kemur ad hostelinu sinu, en thar er buid ad hengja upp mida med aletruninni 'jolaskemmtun her' a Islensku: af ollum hotelunum i Peking hefur Islendingafelagid leigt sal i manns (sels) eigin hoteli til ad gera jolafondur, borda kalkun og drekka bjor. Furdan er skyndilega ekki lengur stok heldur fjolfoldud og adur en hun veit af er hun farin ad raeda afstodu Frjalslyndra til polskra straetisvagnabilstjora og afleidingar aetthagafjotra af ymsu tagi vid islenska namsmenn.

Furdan er dalitid timbrud i dag og aetlar ekki ad synda um margar gotur. Hun aetlar lika ad yfirgefa borgina siddegis. Forinni er heitid til Suzhou, i nagrenni vid Shanghai, og er su stefna tekin eftir ad hingad barst bysna itarlegur tolvupostur fra Hilmari Gudjonssyni a Islandi. Kann eg honum bestu thakkir og vil auk thess nota taekifaerid, ef hann skyldi vera ad lesa, og skila til hans kvedju fra formanni Islendingafelagsins i Peking, en hann heimsotti eg i nott.

Eg vil jafnframt skila kvedju til uppruna mins, til forledra minna, brodurs og kaerustu a Islandi, og til allra sem bera kennsl a mig heima.

fimmtudagur, desember 14, 2006

Rett i thessu var eg nidurlaegdur, hreint ut sagt, nidurlaegdur. Eg var staddur a kinversku veitingahusi i finni kantinu og eftir ad hafa stadid i longum og floknum vidraedum sem leiddust ut i samraedur um ad ond vaeri ekki faanleg a thessum tima kvolds, hvorki heil ne half, fekk eg nautakjotsrett (sem raunar reyndist hreint afbragd) a kuffullum storum disk, en einnig minni disk, postulinsskal og skeid ur postulini. Eg hafdi natturulega ekki hugmynd um hvernig eg aetti ad radstafa ollu thessu leirtaui, greip prjonanna og hof ad prjona rettinn ofan i mig. Eitthvad misbaud thjoninum, minum handverkid thvi thegar hann gekk fram hja naest, og sa mig krafsa thremur hrisgrjonum upp i mig ur skalinni, i thann mund og eg hugsadi ad thetta vaeri naudsynlegur hluti af menningaruppeldi minu, andvarpadi hann thungt og u.th.b. einni minutu seinna fleygdi hann vestraenum gaffali a diskinn hja mer. thar sem eg var ordinn ansi svangur af thvi ad pota i thennan fina mat, akvad eg ad taka tilthrifum thjonsins med jafnadargedi, enda sjalfsagt ekki a ferdinni visvitandi modgun, og syndi odrum gestum veitingahussins fram a fimi mina med framtidarleg stalahold fra vesturlondum.

Eg thori ad vedja ad ef thad vaeri stort blikkandi auglysingaskilti sem lofadi gaffal, einhvers stadar milli adidas-auglysinga med David Beckham og skilta sem boda komu nys blikkandi i-pods, myndu Kinverjar allir sem einn lata af Molbuahaetti sinum og haetta ad borda med prikum. Ekki adeins er thad gamaldags, thad gengur ekki, thetta er ekki haegt - sama hvad hver segir.

Annars er thad af mer ad fretta ad eg hef verid ad skoda mig um i Peking sidustu daga, gaumgaefa oflaetishallir og segja nei vid melludolga. Og thad sem eg hef ad segja eftir thessa daga (og ef einhver nennir ad hlusta) er ad: ef einhver heldur ad Kina se kommunistariki tha er thad misskilningur, Kina, ef marka ma vidmot hofudborgarinnar, er mesta ofurkapitalistariki sem eg hef heimsott. Neysluhyggja hefur tekid vid af leidinlegu felagsnaumhyggjunni. Skammt fra myndinni af Mao formanni vid torg hin himneska fridar er Starbucks kaffibulla. Thannig er haegt ad minnast felaganna, folksins og althydunar, medan madur faer ser latte. Og ef madur verdur svangur er stutt a McDonalds og KFC. Thu getur valid. Og hvad sem er svo sem haegt ad saegja um thessa stadi, sem thenja sig ut eins og skogareldur og fletja ut matarsmekk og personleika thjoda heimsins, tha er madur a.m.k. ekki nidurlaegdur thar.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Peking

Eftir um thad bil solahring a svefnlausu flugi yfir naeturhimna Evropu, lenti eg i Peking med uppgerda orvaentingu i brjosti. Eg var vidbuinn ad verda leiddur og afvegaleiddur, togadur og slitinn ur samhengi vid heim sem hefdi ekkert umburdarlyndi fyrir sakleysi minu og varnarleysi. Thessi vidbunadur reyndist eftir allt saman komin til af hreinum og taerum fordomum gagnvart londun utan hins vestraena heims. Lendingin var einkar mjuk, areitid er nanast ekkert og midad vid ad vera a medal staerstu borga i heimi, er Peking hreint alveg otrulega roleg. Eiginlega of roleg. Eg tok straeto halfa leid a hostelid og hefdi tekid annan alla leid hefdi eg nent thvi. Eg setti mig sidan i kunnuglegar stellingar med smasmugulegu prutti vid okumann
i diselknunum smavagni sem flutti mig heim ad dyrum (an thess ad hafa i frammi svo mikid sem eina mordtilraun eda feflettingu).

Hostelid er i eldgomlum baejarhluta og er husid byggt med gard i midjunni, eins og i kung-fu mynd. Og sidan er eg bara buin ad rafa um gotur i nanasta nagrenni til ad halda mer vakandi. Eg hef thad bara gott. Eiginlega of gott. Sem er slaemt thvi um hvad a eg eiginlega ad blogga? Thad vaeri betra ad eg hefdi lent i einhverju hraedilegu, einhverju hrottalegu svindli, liffaeraflutningi, politiskri valdbeitingu eda mannrani. Eg veit hreinlega ekki hvad eg a ad segja fra. Ju, ju, ju. Hvernig laet eg? Eg lenti i einu oskaplegu. Eins og flestir aettu ad vita hef eg verid ad studera adeins leiklist sidustu misseri, og i theim skola er mer kennt (svo eg einfaldi malin dulitid) ad svidsleikur verdi fyrst ahugaverdur thegar personurnar a svidinu eru ad leyna eitthvad. Thannig vard thad vaegast sagt dramatisk uppakoma, sem afhjupadi skorun tveggja menningarheima i personugerdu og th.m. einstoku daemi um vandraedalegheit og pinlegt misraemi manneskja, thegar eg gerdi mitt besta til ad hesthusa storan disk af nudlusupu med prjonum, an thess ad vidurkenna ad handtokin eru mer jafnframandi og handanheimur salnanna. Afgreidslustulkurnar attu storleik i hlutverkum afgreidslustulkna a veitingastad sem leyna thvi ad thaer taki eftir klaufalegum tilburdum adkomumanns.

Eg vil ljuka thessu med thvi ad bidjast velvirdingar a skorti a islenskum stofum.

Godar stundir.

sunnudagur, desember 10, 2006

Undirritaður hyggst leggja land undir fót, veg undir vagn, loft undir vél, endurtekið, gang undir fót, og loks, ef guð gefur, að nýju land undir fót, og stendur þá lóðrétt andspænis minningunni um sjálfan sig við landganginn, þar sem hann verður þá staddur í Peking, höfuðborg Kína. Morgundagurinn fer þá allur í ferðalög og ríflega það því guð má vita hvað klukkan slær á Íslandi þegar undirritaður lendir í Nýja heiminum um ellefuleytið að staðartíma. Eftir það verður ferðalaginu fylgt eftir eins ítarlega og efni gefa tilefni til. Er það von undirritaðs að skrif hans verði lesin.

Góðar stundir,

Friðgeir Einarsson.